Uncategorized
Vín frá Suður Afríku: Vínkynning á vegum Vínþjónasamtakanna.
Suður Afríka er í sviðsljósinu þessa daga í Vínbúðunum og mörg vín átilboðsverði. Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast betur vínin frá þessu spennandi og hátt skrifuðu svæði. En hvernig á að velja þau vín? ekki er nú hægt að smakka þau öll á þessu tímabili? Pinotage er ótrúlega mismunandi eftir framleiðendum svo lítið dæmi sé nefnt.
Vínþjónasamtökin standa fyrir kynningu á vínum frá Suður Afríku
Laugardaginn 18. mars á Hótel Borg (Skuggabarnum) frá 14 til 17, í samstarfi við flesta víninnflytjendur sem bjóða uppá þau á markaðinum. Þar verður hægt að smakka mörg af þeim vínum sem fást í Vínbúðunum og ákveða hvað af þeim hentar manni best þá er hægt að notfæra sér tilboðin í Vínbúðunum.
Aðgangur kostar 500 kr og aldurstakmar er 20 ára.
Á sama tíma og á sama stað verður vínþjónakeppni þar sem sigurvegarinn fer fyrir Íslands hönd í Evrópumeistaramót Vínþjóna sem verður haldið í Reims (Frakkland) í júní n.k. Vínþjónarnir verða að sýna fáguð vinnubrögð í umhellingu og blindsmökkun, svo og góða þekkingu í vínfræðum til að m.a. setja saman mat- og vínseðil, svara mörgum spurningum og meira. Ungir eða eldri, reyndir eða nýir, þjónarnir þurfa á stuðning okkar að halda!
Gengið er inn í gegnum Skuggabarinn sunnan við Hótel Borg, síðasta
Tækifærið áður en því verður lokað til gagngerra breytinga.
Heiðar Birnir Kristjánsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný