Neminn
Viltu læra á bestu veitingastöðum bæjarins?
Það má með sanni segja að fyrir þá sem huga að verða matreiðslusnillingar, þá eru hér kjörin tækifæri í boði.
Þrír af betri veitingastöðum hér á landi auglýsa eftir matreiðslunemum og vert er að skoða þá nánar:
-
Matreiðslunemar óskast
Nordica hótel óskar eftir matreiðslunemum á samning. upplysingar í síma 444-5062 / 8400-149 Stefán eða á staðnum.
Nafn: Nordica Hótel
Sími: 4445062
GSM: 8400149
Netfang: [email protected]
Hvað finnst fréttamanni um staðinn:
Mjög góður námstaður og nemendur kljást við fjölbreytileg og skemmtileg verkefni daglega. Eins hafa þeir sem útskrifast þaðan komið sér vel fyrir á vinnumarkaðnum, enda efnilegir matreiðslumenn.
-
Matreiðslunema vantar
Matreiðslunema vantar á Veitingastaðinn Humarhúsið. Upplýsingar í sima 863 6303 eða á staðnum.
Nafn: Ottó Magnússon
Sími:
GSM: 8636303
Netfang:
Hvað finnst fréttamanni um staðinn:
Þarna ertu komin í góðar hendur en Humarhúsið er einn vinsælasti veitingastaður hér á landi og mikill metnaður í eldhúsinu. Vinnuumhverfið er einsog lítil fjölskylda og hugsað vel um þig. Ottó Magnússon er einn af okkar betri matreiðslumönnum á Íslandi.
-
Nema í matreiðslu
Vantar nema í matreiðslu, vertu snöggur í kaffi og fylltu út umsókn Elmar
Nafn: Elmar Kristjánson
Sími: 5620210
GSM: 8962520
Netfang: [email protected]
Hvað finnst fréttamanni um staðinn:
Þarna er húmorinn alltaf í fyrirúmi og mjög gott að læra fræðin sín á Perlunni, enda snillingar sem vinna þarna. Elmar yfirmatreiðslumeistari er án efa einn af okkar bestu matreiðslusnillingum þó víðar verði leitað, en hann hefur unnið til fjölda verðlauna í matreiðslukeppnum og útskrifað fjölmarga efnilega matreiðslumenn.
Elmar hefur keppt m.a. í Matreiðslumaður ársins 2001, 1998, Matreiðslumaður Norðurlanda 2002 svo eitthvað sé nefnt.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Nemendur & nemakeppni23 klukkustundir síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín