Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Villibráðin í boði víðsvegar um land allt – Þessi veitingahús og hótel bjóða upp á villibráð

Birting:

þann

Steik - Villibráð

Veitingageirinn.is fór á stúfana og kíkti á úrvalið og hér er aðeins stiklað á stóru það sem í boði er fyrir unnendur villibráðar.
Mynd: úr safni

Villibráð hefur lengi verið vinsæl hjá mörgum landsmönnum og veitingastaðir og hótel bjóða upp á villibráð af hlaðborði eða matseðlum.

Gott framboð er af villibráð frá veiðimönnum sem keppast um að bjóða upp á villibráð, grágæs, heiðagæs, hreindýr og margt fleira á hinum ýmsum facebook hópum.

Veitingageirinn.is fór á stúfana og kíkti á úrvalið og hér er aðeins stiklað á stóru það sem í boði er fyrir unnendur villibráðar.

Villibráðahlaðborð Villta Kokksins

Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari

Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari.
Mynd: islandshotel.is

Fyrst er það að sjálfsögðu villti kokkurinn Úlfar Finnbjörnsson enda einn manna flinkastur að elda villibráð, en hann kemur til með að bjóða upp á glæsilegt villibráðahlaðborð á Grand Hótel Reykjavík dagana 22 okt. og 23 okt. næstkomandi.

Að auki verður boðið upp á Villibráðabrunch í Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík 24. október kl. 12:00.

Klárlega ekki missa af þessu, en veitingageirinn.is hefur kíkt á villibráðahlaðborðin hjá Úlfari í gegnum árin og þekkjum vel til (sjá t.d. hér) og það verður klárlega enginn svikinn sem leggur leið sína á Grand hótel.

Sjá nánari upplýsingar um villibráðahlaðborðið hér.

Villibráðahlaðborð Silla kokks

Sigvaldi Jóhannesson eða betur þekktur sem Silli kokkur

Silli kokkur er öflugur í ár.
Mynd: facebook / Silli kokkur

Sigvaldi Jóhannesson eða betur þekktur sem Silli kokkur er ansi öflugur í ár, en hann mun bjóða upp á villibráðaveislu á Múlaberg á Akureyri 29. og 30. október næstkomandi, sjá nánar hér.

Að auki verður villibráðahlaðborð Silla kokks 12. og 13. nóvember í Arnarfellssalnum í Sprettshöllinni.

Nánari upplýsingar á vefverslun á sillikokkur.is hér.

Silli kokkur var gestakokkur á veitingastaðnum Harbour á Skagaströnd 7. og 8. október s.l. og það var ekki annað að sjá á samfélagsmiðlunum að gestir voru himinlifandi með villibráðaveisluna.

Kaffi Krókur á Sauðárkróki

Kaffi Krókur á Sauðárkróki

Kaffi Krókur á Sauðárkróki

Reyktur veiðivatnaurriði, grafin gæsabringa, hreindýra medalíur, krónhjörtu, hægelduð gæsabringa er á meðal rétta sem aðKaffi Krókur á Sauðárkróki býður upp á 23. október næstkomandi sem sjá má á facebook síðu staðarins hér.

Torgið á Siglufirði

Torgið veitingastaður á Siglufirði

Veitingahjónin á Torginu, Daníel Pétur Baldursson og Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir.
Mynd: facebook / Torgið restaurant

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði stimplar sig vel inn í ár og mun bjóða upp á villibráð í byrjun nóvember og út desember næstkomandi, t.a.m. grafna gæs með geitaosti frá Brúnastöðum, villibráðapaté, lambaborgara með rifinni gæs (confit), en matseðillinn verður auglýstur nánar síðar hér.

Vegamótaprinsinn býður upp á villibráðahlaðborð

Vegamótaprinsinn, Gísli Ágústsson

Vegamótaprinsinn, Gísli Ágústsson.
Mynd: facebook / Vegamót Bíldudal

Það þarf vart að kynna Vegamótaprinsann, Gísla Ágústsson, sem slegið hefur rækilega í gegn á Snapchat, en hann mun bjóða upp á villibráðahlaðborð á veitingastað sínum Vegamót á Bíldudal, 6. nóvember sem sjá má á facebook hér.

Hreindýr í aðalhlutverki

Nielsen restaurant á Egilsstöðum - Kári Þorsteinsson og Sólveig Edda Bjarnadóttir

Veitingahjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Edda Bjarnadóttir.
Myndir: facebook / Nielsen restaurant

Kári Þorsteinsson, yfirmatreiðslumaður Nielsen veitingastaðnum á Egilsstöðum, er mikill veiðimaður og hefur séð veitingastaðnum fyrir mestu af þeirri villibráð sem í boði er, t.d. hreindýr, önd og gæs. Veiðimenn af Austurlandi hafa svo lagt sitt af mörkum þegar lagerinn tæmist.

Í ár er hreindýrið í aðalhlutverki og býður Kári m.a. upp á hreindýratartar, þurrkað gæsaegg, kryddjurta-mæjó með stökku brauði og hreindýraböku með kartöflumús og lerkisveppakremi.

Nánar um Nielsen matseðlinn hér.

Veitingastaðurinn Aurora á Akureyri

Veitingastaðurinn Aurora á Icelandair hótelinu á Akureyri

Veitingastaðurinn Aurora á Icelandair hótelinu á Akureyri.
Mynd: aurorarestaurant.is

Veitingastaðurinn Aurora á Icelandair hótelinu á Akureyri býður upp á veglega villibráðamatseðil að hætti Friðjóns F. Helgasonar.  Á meðal rétta eru grafnir gæsatartar, grillað hrefnu Tataki, hreindýr & hægelduð andarlæri svo fátt eitt sé nefnt.  Sjá matseðilinn hér.

Villibráðarkvöld á hótel Hamri

Hótel Hamar

Hótel Hamar.
Mynd: icelandairhotels.com

Laugardagskvöldið 30. október og helgina 19. og 20. nóvember verður boðið upp á villibráðakvöld á Icelandair hótel Hamri. Sjö rétta villibráðakvöldverður á aðeins 11.900,- á mann. Á meðal rétta er gæsalæra confit, hreindýratartar, reyktur svartfugl, villigæsabringa.

Matseðilinn er hægt að skoða með því að smella hér.

Villibráðahlaðborð Vatnsholts

Villibráðahlaðborð Vatnsholts - Úlfar Finnbjörnsson

Úlfar Finnbjörnsson mætir aftur til leiks og býður upp á villibráðahlaðborð 5 – 6. nóvember næstkomandi á hótel Vatnsholt við Árnessýslu í veitingastaðnum Blind Raven, en sá staður bauð einmitt upp á skemmtilegt þema árið 2016, sjá nánar hér.

Ertu með ábendingu?  Vantar þig á listann?

Ertu með ábendingu til að bæta á þennann villibráðalista?  Vinsamlegast hafið samband á [email protected], við getum alltaf bætt við.  Einnig er í vinnslu frétt um þau veitingahús og hótel sem bjóða upp á jólahlaðborð, matseðla, jólaplatta osfr.  Hafið samband.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið