Viðtöl, örfréttir & frumraun
Villibráðin í boði víðsvegar um land allt – Þessi veitingahús og hótel bjóða upp á villibráð
Villibráð hefur lengi verið vinsæl hjá mörgum landsmönnum og veitingastaðir og hótel bjóða upp á villibráð af hlaðborði eða matseðlum.
Gott framboð er af villibráð frá veiðimönnum sem keppast um að bjóða upp á villibráð, grágæs, heiðagæs, hreindýr og margt fleira á hinum ýmsum facebook hópum.
Veitingageirinn.is fór á stúfana og kíkti á úrvalið og hér er aðeins stiklað á stóru það sem í boði er fyrir unnendur villibráðar.
Villibráðahlaðborð Villta Kokksins
Fyrst er það að sjálfsögðu villti kokkurinn Úlfar Finnbjörnsson enda einn manna flinkastur að elda villibráð, en hann kemur til með að bjóða upp á glæsilegt villibráðahlaðborð á Grand Hótel Reykjavík dagana 22 okt. og 23 okt. næstkomandi.
Að auki verður boðið upp á Villibráðabrunch í Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík 24. október kl. 12:00.
Klárlega ekki missa af þessu, en veitingageirinn.is hefur kíkt á villibráðahlaðborðin hjá Úlfari í gegnum árin og þekkjum vel til (sjá t.d. hér) og það verður klárlega enginn svikinn sem leggur leið sína á Grand hótel.
Sjá nánari upplýsingar um villibráðahlaðborðið hér.
Villibráðahlaðborð Silla kokks
Sigvaldi Jóhannesson eða betur þekktur sem Silli kokkur er ansi öflugur í ár, en hann mun bjóða upp á villibráðaveislu á Múlaberg á Akureyri 29. og 30. október næstkomandi, sjá nánar hér.
Að auki verður villibráðahlaðborð Silla kokks 12. og 13. nóvember í Arnarfellssalnum í Sprettshöllinni.
Nánari upplýsingar á vefverslun á sillikokkur.is hér.
Silli kokkur var gestakokkur á veitingastaðnum Harbour á Skagaströnd 7. og 8. október s.l. og það var ekki annað að sjá á samfélagsmiðlunum að gestir voru himinlifandi með villibráðaveisluna.
Kaffi Krókur á Sauðárkróki
Reyktur veiðivatnaurriði, grafin gæsabringa, hreindýra medalíur, krónhjörtu, hægelduð gæsabringa er á meðal rétta sem aðKaffi Krókur á Sauðárkróki býður upp á 23. október næstkomandi sem sjá má á facebook síðu staðarins hér.
Torgið á Siglufirði
Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði stimplar sig vel inn í ár og mun bjóða upp á villibráð í byrjun nóvember og út desember næstkomandi, t.a.m. grafna gæs með geitaosti frá Brúnastöðum, villibráðapaté, lambaborgara með rifinni gæs (confit), en matseðillinn verður auglýstur nánar síðar hér.
Vegamótaprinsinn býður upp á villibráðahlaðborð
Það þarf vart að kynna Vegamótaprinsann, Gísla Ágústsson, sem slegið hefur rækilega í gegn á Snapchat, en hann mun bjóða upp á villibráðahlaðborð á veitingastað sínum Vegamót á Bíldudal, 6. nóvember sem sjá má á facebook hér.
Hreindýr í aðalhlutverki
Kári Þorsteinsson, yfirmatreiðslumaður Nielsen veitingastaðnum á Egilsstöðum, er mikill veiðimaður og hefur séð veitingastaðnum fyrir mestu af þeirri villibráð sem í boði er, t.d. hreindýr, önd og gæs. Veiðimenn af Austurlandi hafa svo lagt sitt af mörkum þegar lagerinn tæmist.
Í ár er hreindýrið í aðalhlutverki og býður Kári m.a. upp á hreindýratartar, þurrkað gæsaegg, kryddjurta-mæjó með stökku brauði og hreindýraböku með kartöflumús og lerkisveppakremi.
Nánar um Nielsen matseðlinn hér.
Veitingastaðurinn Aurora á Akureyri
Veitingastaðurinn Aurora á Icelandair hótelinu á Akureyri býður upp á veglega villibráðamatseðil að hætti Friðjóns F. Helgasonar. Á meðal rétta eru grafnir gæsatartar, grillað hrefnu Tataki, hreindýr & hægelduð andarlæri svo fátt eitt sé nefnt. Sjá matseðilinn hér.
Villibráðarkvöld á hótel Hamri
Laugardagskvöldið 30. október og helgina 19. og 20. nóvember verður boðið upp á villibráðakvöld á Icelandair hótel Hamri. Sjö rétta villibráðakvöldverður á aðeins 11.900,- á mann. Á meðal rétta er gæsalæra confit, hreindýratartar, reyktur svartfugl, villigæsabringa.
Matseðilinn er hægt að skoða með því að smella hér.
Villibráðahlaðborð Vatnsholts
Úlfar Finnbjörnsson mætir aftur til leiks og býður upp á villibráðahlaðborð 5 – 6. nóvember næstkomandi á hótel Vatnsholt við Árnessýslu í veitingastaðnum Blind Raven, en sá staður bauð einmitt upp á skemmtilegt þema árið 2016, sjá nánar hér.
Ertu með ábendingu? Vantar þig á listann?
Ertu með ábendingu til að bæta á þennann villibráðalista? Vinsamlegast hafið samband á [email protected], við getum alltaf bætt við. Einnig er í vinnslu frétt um þau veitingahús og hótel sem bjóða upp á jólahlaðborð, matseðla, jólaplatta osfr. Hafið samband.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Keppni2 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni