Freisting
Villibráðamatseðill að hætti Matreiðslumanns ársins 2008
Veitingastaðurinn Silfur
Nú er villibráðin í algleymingi á veitingstöðum landsins og er virkilega gaman að sjá hvað menn eru farnir að nota svæðisbundið hráefni í meira mæli .
|
|
|
Veitingastaðurinn Silfur sem skartar Matreiðslumanni ársins er engin undantekning frá reglunni og býður upp á 5 rétta seðil í villibráðinni og tókum við frá Freisting.is hús á kappanum og fengum hann til að stilla upp öllum réttunum til myndatöku og smakk og hér kemur seðillinn og niðurstaðan.
Villisveppafroða með gæsavorrúllu og garðablóðbergs mayonnaise
**********
Klausturbleikja með lárperu,kóngakrabba, soyja og sítrónufroðu
**********
Steikt gæs og gæsalifur með kirsuberjum,hvítkáli og villikirsuberja hunangi
**********
Hreindýr með íslenskum villisveppum,rabbabara og súkulaðisósu
**********
Aðalbláberja créme brulée með vanilluskyrís og bláberjafroðu
Það get ég staðfest að enginn sem fær sér þennan matseðil verður fyrir vonbrigðum, það sem heillaði mig var hvað réttirnir voru léttir án þess þó að missa hið sértæka íslenska villibragð.
Matti myndaði í gríð og erg og fylgja þær með hér
Ath. það er ekki mynd af créme bruléeinu þar sem neminn sem átti að laga það brann inn á tímasetningunni vegna myndartökunnar þannig að Jói hrissti annan dessert fram á augabragði eins og sannur fagmaður gerir.
Ljósmynd: Matthías | Text: Sverrir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt21 klukkustund síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan