Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vilja opna Botnsskála á ný
Pétur Geirsson, sem stundaði veitingarekstur í Botnsskála í Hvalfirði um árabil, hefur ásamt sinni fjölskyldu áform um að byggja þar upp ferðaþjónustu að nýju.
Við höfum haft þessi áform uppi alveg síðan við lokuðum skálanum á sínum tíma, en engar endanlegar ákvarðanir verið teknar
, segir Pétur við Morgunblaðið en Botnsskála var lokað um ári áður en Hvalfjarðargöngin voru opnuð sumarið 1998.
Pétur rak Botnsskála frá árinu 1966 fram yfir 1990 og leigði síðan út rekstur skálans síðustu árin. Pétur lagði nýlega fram beiðni hjá Hvalfjarðarsveit um að fá lögheimili skráð í Botnsskála en erindinu var hafnað í sveitarstjórn á þeirri forsendu að um verslunarlóð væri að ræða.
Mynd: Skjáskot af google korti.
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar4 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni6 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum






