Uncategorized @is
Vilja Bergsson mathús úr húsi
Deilur standa yfir á milli Bergsson mathúss ehf. við Templarasund í Reykjavík og fasteignafélagsins Þórsgarðs ehf. sem á fasteignina sem Bergsson notar undir veitingarekstur.
Á vef Morgunblaðsins kemur fram að forsaga málsins er sú að Þórsgarður sagði einhliða upp leigusamningi við Bergsson mathús snemma síðasta vor. Við þessa niðurstöðu sætti Bergsson sig ekki. Í framhaldinu höfðaði Þórsgarður mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þess er krafist að Bergsson víki úr húsnæðinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Að sögn Þóris Bergssonar, eiganda Bergsson, telur fyrirtækið sig vera með lögbundinn leigusamning í höndunum sem gerður hafi verið til 12 ára og enn séu átta ár eftir af þeim samningi.
Greint frá á mbl.is.
Mynd: veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






