Uncategorized @is
Vilja Bergsson mathús úr húsi
Deilur standa yfir á milli Bergsson mathúss ehf. við Templarasund í Reykjavík og fasteignafélagsins Þórsgarðs ehf. sem á fasteignina sem Bergsson notar undir veitingarekstur.
Á vef Morgunblaðsins kemur fram að forsaga málsins er sú að Þórsgarður sagði einhliða upp leigusamningi við Bergsson mathús snemma síðasta vor. Við þessa niðurstöðu sætti Bergsson sig ekki. Í framhaldinu höfðaði Þórsgarður mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þess er krafist að Bergsson víki úr húsnæðinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Að sögn Þóris Bergssonar, eiganda Bergsson, telur fyrirtækið sig vera með lögbundinn leigusamning í höndunum sem gerður hafi verið til 12 ára og enn séu átta ár eftir af þeim samningi.
Greint frá á mbl.is.
Mynd: veitingageirinn.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






