Bocuse d´Or
Viktor Örn hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun

Íslenska Bocuse d´Or liðið.
Sigurður Helgason þjálfari, Viktor Örn Andrésson Bocuse d´Or 2017 keppandi, Hinrik Örn Lárusson aðstoðarmaður (fyrir aftan t.h.) og Sturla Birgisson dómari.
Í morgun hóf Viktor Örn Andrésson keppni í Bocuse d´Or, heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu, sem haldin er í Lyon í Frakklandi 24.-25. janúar. Úrslit verða tilkynnt í dag kl. 17 á íslensku tíma.
Bocuse d´Or er ein af virtustu matreiðslukeppnum heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Viktor Örn
Viktor Örn hefur hlotið fjölda viðurkenninga bæði með Kokkalandsliði Íslands og í einstaklingskeppnum, s.s. Kokkur ársins 2013 og Nordic chef of year 2014. Hann tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni Bocuse d´Or með því að ná 5. sæti í Bocuse d´Or Europe sem haldin var í Búdapest í Ungverjalandi í maí 2016. Þá fékk hann einnig sérstök verðlaun fyrir fiskrétt.
Viktor Örn hefur 5 ½ klukkustund til þess að matreiða vegan grænmetisrétt og kjötrétt fyrir 24 dómara. Þjálfari Viktors er Sigurður Helgason, Bocuse d´Or keppandi 2015, og aðstoðarmaður er Hinrik Örn Lárusson.
Góður árangur Íslenskra keppenda í Bocuse d´Or
Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 þegar hann vann til bronsverðlauna. Sturla dæmir fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi, en það er hópur fyrrum keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?







