Bocuse d´Or
Viktor keppir fyrstur á Bocuse d´Or Europe
Nú eru tæpir 4 mánuðir þar til að Bocuse d´Or Europe forkeppnin fer fram í Búdapest höfuðborg Ungverjalands 10. til 11. maí, þar sem 20 þjóðir keppa og 12 komast áfram í sjálfa aðal keppnina sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24. og 25. janúar 2017.
Þess ber að geta að undankeppnin er ekki síðri, enda allt lagt í sölurnar til að komast í aðalkeppnina.
Það er Viktor Örn Andrésson mateiðslumaður sem keppir fyrir hönd Íslands og markmiðið hjá honum er að ná topp fimm í Evrópukeppninni í Búdapest og síðan að lenda á palli í Lyon í janúar 2017.
Kjötrétturinn skal innihalda hreindýr frá Ungverjalandi og er rétturinn borinn fram á fati. Uppistaðan í fiskréttinum er Styrja og kavíar og er afgreiddur á 14 diska.
Búið er að úthluta keppniseldhúsið og tímasetningu fyrir keppendur og mun Viktor byrja keppnina á þriðjudeginum 10. maí klukkan 08:30 á staðartíma. Klukkan 13:30 verður fiskrétturinn dæmdur, klukkan 14:05 verður kjötrétturinn borinn fram með tilþrifum og lýkur fyrri keppnisdegi klukkan 15:45.
Íslenski dómarinn er Sturla Birgisson matreiðslumeistari á Borg Restaurant í Reykjavík.
Keppniseldhús og tímatafla hjá öllum löndunum:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla