Bocuse d´Or
Viktor keppir fyrstur á Bocuse d´Or Europe

Nú eru tæpir 4 mánuðir þar til að Bocuse d´Or Europe forkeppnin fer fram í Búdapest höfuðborg Ungverjalands 10. til 11. maí, þar sem 20 þjóðir keppa og 12 komast áfram í sjálfa aðal keppnina sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24. og 25. janúar 2017.
Þess ber að geta að undankeppnin er ekki síðri, enda allt lagt í sölurnar til að komast í aðalkeppnina.
Það er Viktor Örn Andrésson mateiðslumaður sem keppir fyrir hönd Íslands og markmiðið hjá honum er að ná topp fimm í Evrópukeppninni í Búdapest og síðan að lenda á palli í Lyon í janúar 2017.
Kjötrétturinn skal innihalda hreindýr frá Ungverjalandi og er rétturinn borinn fram á fati. Uppistaðan í fiskréttinum er Styrja og kavíar og er afgreiddur á 14 diska.
Búið er að úthluta keppniseldhúsið og tímasetningu fyrir keppendur og mun Viktor byrja keppnina á þriðjudeginum 10. maí klukkan 08:30 á staðartíma. Klukkan 13:30 verður fiskrétturinn dæmdur, klukkan 14:05 verður kjötrétturinn borinn fram með tilþrifum og lýkur fyrri keppnisdegi klukkan 15:45.
Íslenski dómarinn er Sturla Birgisson matreiðslumeistari á Borg Restaurant í Reykjavík.
Keppniseldhús og tímatafla hjá öllum löndunum:

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús





