Bocuse d´Or
Viktor keppir fyrstur á Bocuse d´Or Europe
Nú eru tæpir 4 mánuðir þar til að Bocuse d´Or Europe forkeppnin fer fram í Búdapest höfuðborg Ungverjalands 10. til 11. maí, þar sem 20 þjóðir keppa og 12 komast áfram í sjálfa aðal keppnina sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24. og 25. janúar 2017.
Þess ber að geta að undankeppnin er ekki síðri, enda allt lagt í sölurnar til að komast í aðalkeppnina.
Það er Viktor Örn Andrésson mateiðslumaður sem keppir fyrir hönd Íslands og markmiðið hjá honum er að ná topp fimm í Evrópukeppninni í Búdapest og síðan að lenda á palli í Lyon í janúar 2017.
Kjötrétturinn skal innihalda hreindýr frá Ungverjalandi og er rétturinn borinn fram á fati. Uppistaðan í fiskréttinum er Styrja og kavíar og er afgreiddur á 14 diska.
Búið er að úthluta keppniseldhúsið og tímasetningu fyrir keppendur og mun Viktor byrja keppnina á þriðjudeginum 10. maí klukkan 08:30 á staðartíma. Klukkan 13:30 verður fiskrétturinn dæmdur, klukkan 14:05 verður kjötrétturinn borinn fram með tilþrifum og lýkur fyrri keppnisdegi klukkan 15:45.
Íslenski dómarinn er Sturla Birgisson matreiðslumeistari á Borg Restaurant í Reykjavík.
Keppniseldhús og tímatafla hjá öllum löndunum:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi