Veitingarýni
Viet Noodles – Nýr veitingastaður við Grandagarð – Veitingarýni
Mér finnst austurlenskur matur bæði góður og spennandi en ég veit lítið um þessa matargerð og það skal ég fúslega viðurkenna en það veit ég að austurlenskra mataráhrifa gætir víða í okkar vestræna eldhúsi. Sem betur fer er þetta svona enda væri matreiðslan í dag mun fátæklegri ef ekki væru þessi spennandi áhrif að utan.
Frekar kjána- og barnalegt er samt að tala um einhverja sérstaka austurlenska matargerð því að hér er um að ræða ótrúlega fjölbreytta flóru af spennandi bragði, áhrifum, aðferðum og tala nú ekki um ótrúlega mismunandi hráefni víðs vegar úr Asíu.
Þessi matargerð spannar meira eða minna alla Asíu og nærliggjandi heimsálfur og það er töluverður og vel merkjanlegur munur á milli helstu straumanna.
Ég var því upprifin þegar góð vinkona mín og tungumálakennarinn hún Sólborg Jónsdóttir sem hefur haft mikið með íslenskukennslu fyrir innflytjendur að ger hringdi í mig eitt kvöldið og spurði mig hvort ég væri ekki til í að renna við á nýjum veitingastað með henni, Viet Noodles sem hjónin Thang og Duyen voru að opna á Grandagarði 9. Að sjálfsögðu þurfti ekki miklar fortölur til að fá mig með.
Aðeins öðruvísi
Hjónin tóku fagnandi á móti okkur þegar við birtumst á umsömdum tíma þrátt fyrir að nóg virtist vera að gera. Staðurinn er nýr og er mjög aðlaðandi og vinalegur og það sést að hér eru snyrtipinnar við stjórnvöllinn. Staðurinn er ekki með þetta hefðbundna „Kína veitingastaða útlit“ heldur huggulegur matsalur með dempuðum hljóðum og ljósum eða eins og maður segir virkilega notalegt umhverfi.
Það var gaman að spjalla við hjónin enda vita þau mikið um víetnamskan mat og tala alveg ljómandi góða íslensku sem Sólborg var nokkuð stolt af að sjálfsögðu. Þau báru sig vel en viðurkenndu fúslega að þetta væri ekki besti tíminn til að opna veitingastað, þrátt fyrir að þau væru reynsluboltar og búin að vera í þessum bransa hátt í 20 ár.
Spennandi réttir
Thang valdi fyrir okkur nokkra rétti af matseðlinum sem hann sagði að væru frekar hefðbundnir fyrir sitt land og matarmenningu en þegar ég fór að spyrja hann frekar út í muninn víetnamskri og annarri matargerð í þessum heimshlut þá tókst hann allur á loft og benti mér á að hér væri mikill munur á bæði milli héraða, landa og menningarheima.
![Viet Noodles, Grandagarði 9, Reykjavík](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2020/09/2008031_untitled-shoot.jpg)
Pönnukökur með ýmsu góðgæti.
Pönnukökur úr hrísgrjónamjöli sem eru fylltar með rækjum, hrísgrjónanúðlum, svínakjöti, salati og kóríander. Bornar fram með sósu til að dýfa í og salati úr fersku grænmeti, kryddjurtum og víetnamskri dressingu. Ferskt og bragðgott.
Til dæmis sagði hann að víetnamskur matur væri yfirleitt léttur og þar væri lítil olía notuð, lítið væri djúpsteikt samanborið við t.d tælenska matargerð. Krydd og karrý væri frekar sparlega notuð og mikil áhersla lögð á jafnvægi í réttum. Samsetningin einkenndust frekar af einfaldleika, litargleði og góðu samræmi á milli bragða eins og salts, sýru, sætu og mismunandi kryddjurta. Reynt væri að laða það besta fram úr hráefninu og ekki að láta krydd yfirgnæfa eða þungar sósur.
![Viet Noodles, Grandagarði 9, Reykjavík](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2020/09/2008077_untitled-shoot-1024x751.jpg)
Grillað svínakjöt og fleira gott.
Spennandi og bragðgóður réttur þar sem fer saman grillað svínakjöt, „vietnamese style“ núðlur, vorrúllur með m.a. krabbakjöti og brakandi salat. Þessi réttur hefur náð hæðstu hæðum vinsælda eftir að Barack Obama fyrrum USA forseti fékk sér þennan rétt í heimsókn sinni til landsins hér um árið.
Thang sagði okkur einnig að hjá þeim hjónum væri mikill metnaður að gera allt frá grunni sem og að allt hráefnið væri fyrsta flokks enda væri það algjör forsenda fyrir góðum árangri.
![Viet Noodles, Grandagarði 9, Reykjavík](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2020/09/2008142_untitled-shoot-2-1024x769.jpg)
Kjúklingur með sesam og pipar.
Bragðgóður og hollur réttur með fullt af grænmeti í sesam og piparsósu.
Ég gæti haldi áfram lengi og skrifað mikið um matinn sem okkur var borinn þetta kvöldið en ég mæli frekar eigndregið með heimssókn til Viet Noodles sem eru úti á Granda móti Sjóminjasafni Reykjavíkur. Maturinn var sérlag góður og verðlagning allri stillt mjög í hóf, ásamt því að sjálfsögðu er það er gaman að prófa virkilega góðan og vandaðan víetnamskan mat.
![Viet Noodles, Grandagarði 9, Reykjavík](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2020/09/2008106_untitled-shoot-1024x768.jpg)
Kaffi.
Víetnamskt kaffi er með léttu smjörkenndu bragði og þessi kaffidrykkur með sætri mjólk og ísmolum er algjört sælgæti. Mæli virkilega með að prófa þetta.
Að sjálfsögðu eru fleiri klassísku víetnamskir réttir á matseðlinum eins og Pho – núðlusúpa sem er súpa gerð úr soði af nautakjöti eða kjúklingi, ferskum hrísgrjónanúðlum og grænmeti.
En svona í lokin þá fengum við okkur mango boost sem ég held að hafi slegið öllum fyrri boostum út.
Lifið heil.
Myndir: Ólafur Sveinn
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni2 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri