Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Viðvík opnar með nýjum matseðli

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Viðvík

Aníta Rut Aðalbjargardóttir og Gils Þorri Sigurðsson

Veitingastaðurinn Viðvík, sem staðsettur er á Snæfellsnesi við þjóðveginn á leið frá Hellissandi, hefur opnað að nýju. Viðvík lagðist í dvala 29. ágúst í fyrra eftir frábært sumartímabil.

Veitingastaðurinn Viðvík

Veitingastaðurinn Viðvík

Rekstraraðilar og eigendur eru Gils Þorri Sigurðsson og Aníta Rut Aðalbjargardóttir. Aníta Rut er viðskiptafræðingur og Gils Þorri er matreiðslumaður að mennt, en hann lauk sveinsprófi árið 2014 frá Gallery restaurant/Hótel Holt. Gils hefur til að mynda tekið þátt í keppninni Eftirréttur ársins 2014.

Veitingastaðurinn Viðvík

Veitingastaðurinn Viðvík

Viðvík tekur um 40 manns í sæti.

Viðvík er í nýuppgerðu húsi sem var byggt árið 1942 og býður staðurinn upp á frábært útsýni til Snæfellsjökuls, yfir Breiðafjörð og Krossavíkina.

Myndir: facebook / Viðvík

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið