Viðtöl, örfréttir & frumraun
Viðvík opnar með nýjum matseðli
Veitingastaðurinn Viðvík, sem staðsettur er á Snæfellsnesi við þjóðveginn á leið frá Hellissandi, hefur opnað að nýju. Viðvík lagðist í dvala 29. ágúst í fyrra eftir frábært sumartímabil.
Rekstraraðilar og eigendur eru Gils Þorri Sigurðsson og Aníta Rut Aðalbjargardóttir. Aníta Rut er viðskiptafræðingur og Gils Þorri er matreiðslumaður að mennt, en hann lauk sveinsprófi árið 2014 frá Gallery restaurant/Hótel Holt. Gils hefur til að mynda tekið þátt í keppninni Eftirréttur ársins 2014.
Viðvík tekur um 40 manns í sæti.
Viðvík er í nýuppgerðu húsi sem var byggt árið 1942 og býður staðurinn upp á frábært útsýni til Snæfellsjökuls, yfir Breiðafjörð og Krossavíkina.
Myndir: facebook / Viðvík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin