Viðtöl, örfréttir & frumraun
Viðvík opnar með nýjum matseðli
Veitingastaðurinn Viðvík, sem staðsettur er á Snæfellsnesi við þjóðveginn á leið frá Hellissandi, hefur opnað að nýju. Viðvík lagðist í dvala 29. ágúst í fyrra eftir frábært sumartímabil.
Rekstraraðilar og eigendur eru Gils Þorri Sigurðsson og Aníta Rut Aðalbjargardóttir. Aníta Rut er viðskiptafræðingur og Gils Þorri er matreiðslumaður að mennt, en hann lauk sveinsprófi árið 2014 frá Gallery restaurant/Hótel Holt. Gils hefur til að mynda tekið þátt í keppninni Eftirréttur ársins 2014.
Viðvík tekur um 40 manns í sæti.
Viðvík er í nýuppgerðu húsi sem var byggt árið 1942 og býður staðurinn upp á frábært útsýni til Snæfellsjökuls, yfir Breiðafjörð og Krossavíkina.
Myndir: facebook / Viðvík
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan