Vertu memm

Markaðurinn

Viðurkenningar Icelandic Lamb afhentar

Birting:

þann

Icelandic lamb - LogoFöstudaginn 6. apríl kl 12:00 verða AWARD OF EXCELLENCE 2018 viðurkenningar afhentar við hátíðlega athöfn í Súlnasal Hótel Sögu.

Viðurkenningarnar eru veittar af Icelandic Lamb til veitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr í matreiðslu á íslensku lambakjöti.

Sjá einnig: Veitingahús verðlaunuð af Icelandic Lamb

Við matið var einnig litið til einstakra atriða eins og stöðu lambakjöts á matseðlum og notkun á merki og markaðsefni Icelandic Lamb. Þetta er í annað sinn sem Icelandic Lamb stendur fyrir veitingu viðurkenninganna, en veiting þeirra er árviss viðburður.

Þriggja manna dómnefnd valdi handhafa viðurkenninganna að þessu sinni. Í dómnefndinni sátu Dominique Plédel Jónsson formaður Slow Food á Íslandi, Sigurlaug Jónasdóttir fjölmiðlamaður hjá RÚV og Hafliði Halldórsson verkefnastjóri hjá Icelandic Lamb.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið