Markaðurinn
Viðurkenningar Icelandic Lamb afhentar
Föstudaginn 6. apríl kl 12:00 verða AWARD OF EXCELLENCE 2018 viðurkenningar afhentar við hátíðlega athöfn í Súlnasal Hótel Sögu.
Viðurkenningarnar eru veittar af Icelandic Lamb til veitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr í matreiðslu á íslensku lambakjöti.
Sjá einnig: Veitingahús verðlaunuð af Icelandic Lamb
Við matið var einnig litið til einstakra atriða eins og stöðu lambakjöts á matseðlum og notkun á merki og markaðsefni Icelandic Lamb. Þetta er í annað sinn sem Icelandic Lamb stendur fyrir veitingu viðurkenninganna, en veiting þeirra er árviss viðburður.
Þriggja manna dómnefnd valdi handhafa viðurkenninganna að þessu sinni. Í dómnefndinni sátu Dominique Plédel Jónsson formaður Slow Food á Íslandi, Sigurlaug Jónasdóttir fjölmiðlamaður hjá RÚV og Hafliði Halldórsson verkefnastjóri hjá Icelandic Lamb.
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra





