Neminn
Viðtal við Stefán Cosser
Fréttamaður Freistingar tók viðtal við nema mánaðarins, Stefán Cosser.
Hvar ertu að vinna?
Ég er að læra kokkinn á Nordica hotel en ég er að vinna út desember mánuðinn á The Fat Duck í England.
Útaf hverju The Fat Duck?
Ég hef heyrt mikið um staðinn og þeir nota svokallaða molecular gastronomy þar sem þeir notast mikið við efnafræði til að gera betri og flóknari mat en sést hefur. Sem dæmi eru þeir með lax hjúpaðann með heitu lakkríshlaupi og beikon og eggja ís í eftirrétt.
Hvað verðurðu lengi?
Ég verð bara í mánuð og kem aftur í lok desember
Hvað heitir yfirkokkurinn?
Heston Blumenthal er eigandinn en yfirkokkurinn heitir Ashley Watts og er ekki nema 27 ára!
Eru margir í eldhúsinu?
Já! Það eru 2 eldhús, eitt fyrir prepp og eftirrétti og svo sjálft keyrslueldhúsið. Það eru um 20 matreiðslumenn á vakt og unnið frá 8 á morgnanna til 22-01 eftir því á hvaða stöð maður er.
Hvernig matargerð er þarna?
Ég veit varla hvað ég á að kalla þessa matargerð…þeir notast við enska og franska klassík en nota nýjar aðferðir og samsetningar. Þeir eru með heilt tilraunaeldhús hérna og matreiðslumenn í vinnu við að þróa nýja rétti og hugmyndir.
Er þetta Michelin staður?
Já, The Fat Duck er einn af þremur veitingastöðum í Englandi með 3 stjörnur. Hinir staðirnir eru Gordon Ramsay og The Waterside Inn.
Hvað tekur staðurinn marga í sæti?
Þeir taka mest 47 í sæti og er uppbókað alla daga, bæði í hádegismat og kvöldmat.
Er staðurinn gamall?
Ég held að staðurinn sé núna um 10 ára gamall.
Hvað færðu að gera í eldhúsinu þarna?
Það er allt mögulegt, stundum er ég bara að preppa grænmeti en svo er ég líka með í keyrslunni. Í gær var ég t.d. að búa til foie gras ballontine og var í eftirréttum og ísgerð á fimmtudaginn.
Hvenær útskrifastu?
Ég fer í þriðja bekkinn eftir áramót og útskrifast vonandi í vor.
Hvað á að gera eftir að þú útskrifast?
Ég hef ekki hugmynd! Mig langar að fara út að vinna einhversstaðar, kannski í Englandi eða annarsstaðar í evrópu.
Gangi þér vel úti á The Fat Duck!
Sjá heimasíðu The Fat Duck

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Frétt2 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila