Vertu memm

Markaðurinn

Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði

Birting:

þann

Fosshótel Vestfirði

Hótelstjóri skipuleggur og stýrir daglegum rekstri hótelsins þ.á.m. gestamóttöku, bókunum, veitingastað, þrifum, viðhaldi fasteignar og mannauðsmálum. Hótelstjóri vinnur náið með aðalskrifstofu í sölu og markaðsmálum og sér til þess að hótelið uppfylli gæðastaðla og rekstraráætlun fyrirtækisins.

Hótelstjóri leiðir hóp starfsmanna og ber ábyrgð á hagkvæmum rekstri með velferð og ánægju starfsmanna og gesta að leiðarljósi.

Starfstími er 1. apríl til 15. október

Hæfniskröfur

  • Árangursrík reynsla sem stjórnandi í hótel og/eða veitingarekstri.
  • Menntun á sviði hótelstjórnunar eða iðnnám í fram- eða matreiðslu kostur.
  • Afbragðs færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
  • Frumkvæði, sjálfstæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum.
  • Fjármálalæsi og greiningarhæfni.
  • Góð kerfis- og tölvukunnátta, þekking á Opera Cloud, Business Central og H3 kostur.

Ábyrgð

  • Fagleg stjórnun, leiðsögn, samræming og þróun starfsmanna.
  • Fjármál og rekstrargreiningar.
  • Þjónustu-, gæða- og öryggisstjórnun.
  • Verkefna- og ferlastýring.
  • Rekstur og viðhald fasteignar.

Hlutverk Íslandshótela er einstök gestrisni.

Öflug liðsheild Íslandshótela starfar samkvæmt eftirfarandi gildum:

Fagmennska – Samvinna – Hugrekki

Umsækjendur eru beðnir að senda inn umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.

Sækja um hér.

—————————————————————-

Óskir um nánari upplýsingar sendist á Hjört Valgeirsson, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs, [email protected] eða Ernu Dís Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðssviðs, [email protected]

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2025.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið