Frétt
Við erum ekki á matseðlinum
Um helmingur kvenna starfandi í þjónustugreinum verða fyrir áreitni á vinnustað af hendi viðskiptavina, samstarfsfélaga, birgja eða yfirmanna, um fjórðungur karla verður fyrir slíkri áreitni. Konur upplifa skerta öryggistilfinningu vegna áreitninnar en hún virðist ekki að sama skapi hafa áhrif á karla sem verða fyrir áreitni. Að koma í veg fyrir áreitni á vinnustöðum er því öryggismál og ber að fara með eins og önnur vinnuverndarmál.
Norræn samtök starfsfólks í hótel- og veitingagreinum hafa nú skorið upp herör gegn áreitni og fyrir öryggi starfsfólks undir yfirskriftinni „Við erum ekki á matseðlinum!“. Ofbeldið getur verið táknrænt (myndir, senda skilaboð osfr.), orðbundið (persónulegar spurningar, óviðeigandi athugasemdir osfr.) eða líkamlegt (snertingar, þukl eða beint ofbeldi.) Það er fyrst og fremst á ábyrgð atvinnurekenda að búa starfsfólki öruggt vinnuumhverfi en við þurfum öll að axla ábyrgð ef við verðum vitni að áreitni.
Atvinnurekendum ber skylda til að útbúa áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum og þeim ber að bregðast við eins fljótt og auðið er ef kvartanir berast um áreitni eða ofbeldi.
Starfsmaður sem telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri eða kynbundinni áreitni eða ofbeldi eða hefur rökstuddan grun eða vitneskju um slíka hegðun á vinnustað skal upplýsa atvinnurekanda og/eða vinnuverndarfulltrúa um það.
Félagar í stéttarfélögum geta alltaf leitað ráða hjá félaginu sínu og fengið þar stuðning.
#notonthemenu
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan