Freisting
Við endamörk 101
Nýr skemmtistaður, Rúbín, verður opnaður við Keiluhöllina í Öskjuhlíð um næstu mánaðamót.
„Rúbín er hrein viðbót við aðra afþreyingu sem við bjóðum upp á í húsinu. Hérna tökum við á móti mörgum hópum, fólki sem er að koma í keilu og aðra afþreyingu, og fer síðan niður í bæ að skemmta sér. En nú ætlum við að bjóða upp á heildarpakkann svo fólk þarf ekki að fara neitt heldur tekur skemmtunina hérna frá A til Ö,“ segir Rúnar Fjeldsted, eigandi staðarins og framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar. „Staðurinn stílar inn á fótboltaáhorf þegar leikir eru, við verðum með böll á föstudags- og laugardagskvöldum og einnig erum við með ráðstefnusal á virkum dögum, svo verður hægt að leigja salinn fyrir einkasamkvæmi.“
Rúnar segist ekki óttast fjarlægðina frá miðbænum. „Ég held að staðsetning Rúbíns sé jákvæður punktur. Við erum ekki að stíla staðinn inn á unglinga heldur fyrir 25 ára og eldri. Nú er lögreglustjórinn að reyna að breyta afgreiðslutíma í miðbænum, loka öllu fyrr og færa staði með lengri afgreiðslutíma í útjaðra bæjarins og þá held ég að þessi staður sé á kærkomnum stað, við endamörk 101.“
Greint frá á Mbl.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025