Markaðurinn
Við elskum tequila – Hvernig varð hugmyndin að Casamigos tequila til? – Vídeó
„Við elskum tequila! Á klaka, í skoti og jafnvel stundum af stút. Hugmyndin að Casamigos varð til eftir langar tequila nætur með góðum vinum.“
segja George Clooney og Rande Gerber en hugmyndin var að gera bragðbesta og mýksta tequila í heimi sem þyrfti ekki að spilla með salti og sítrónu og þeir létu verða að raunveruleika.
George Clooney og félagar
Casamigos er tequila í hæsta gæðaflokki (ultra premium) og er samþykkt af öllum stjörnunum í Hollywood enda hefur Clooney verið öflugur talsmaður þessa göfuga drykkjar. Casamigos er framleitt í litlu magni í einu og gert úr handtýndum bláum agave plöntum sem vaxa í rauðleir í köldu loftslagi á hásléttum Jalisco í Mexíkó. Það hefur sópað að sér verðlaunum og umfjöllunum í blöðum heimsins enda þykir það eitt það allra besta á markaðnum. Casamigos fæst hjá Ölgerðinni og er hægt að panta í sérpöntun og fá sent í hvaða Vínbúð sem er á landinu.
Casamigos Blanco er hvílt í 2 mánuði. Ferskt og tært með keim af sítrus, vanillu og sætu agave, virkilega mjúkt og langt eftirbragð.
Casamigos Reposado er geymt á tunnum í 7 mánuði. Mjúkt, smá eik með keim af karamellu og kakó. Silkimjúk áferð og meðal til langs mjúks eftirbragðs.
Casamigos Anejo Tequila er geymt í 14 mánuði á gæða amerískum tunnum úr hvítri eik og er fallega hreint og flókið. Fullkomið jafnvægi af sætu úr bláum agave ásamt mjúku kryddi og eik með löngu mjúku eftirbragði.
Mynd og vídeó: aðsent
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






