Markaðurinn
Við elskum tequila – Hvernig varð hugmyndin að Casamigos tequila til? – Vídeó
„Við elskum tequila! Á klaka, í skoti og jafnvel stundum af stút. Hugmyndin að Casamigos varð til eftir langar tequila nætur með góðum vinum.“
segja George Clooney og Rande Gerber en hugmyndin var að gera bragðbesta og mýksta tequila í heimi sem þyrfti ekki að spilla með salti og sítrónu og þeir létu verða að raunveruleika.
George Clooney og félagar
Casamigos er tequila í hæsta gæðaflokki (ultra premium) og er samþykkt af öllum stjörnunum í Hollywood enda hefur Clooney verið öflugur talsmaður þessa göfuga drykkjar. Casamigos er framleitt í litlu magni í einu og gert úr handtýndum bláum agave plöntum sem vaxa í rauðleir í köldu loftslagi á hásléttum Jalisco í Mexíkó. Það hefur sópað að sér verðlaunum og umfjöllunum í blöðum heimsins enda þykir það eitt það allra besta á markaðnum. Casamigos fæst hjá Ölgerðinni og er hægt að panta í sérpöntun og fá sent í hvaða Vínbúð sem er á landinu.
Casamigos Blanco er hvílt í 2 mánuði. Ferskt og tært með keim af sítrus, vanillu og sætu agave, virkilega mjúkt og langt eftirbragð.
Casamigos Reposado er geymt á tunnum í 7 mánuði. Mjúkt, smá eik með keim af karamellu og kakó. Silkimjúk áferð og meðal til langs mjúks eftirbragðs.
Casamigos Anejo Tequila er geymt í 14 mánuði á gæða amerískum tunnum úr hvítri eik og er fallega hreint og flókið. Fullkomið jafnvægi af sætu úr bláum agave ásamt mjúku kryddi og eik með löngu mjúku eftirbragði.
Mynd og vídeó: aðsent
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






