Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

„Við ætlum að gera eitthvað sem enginn hefur séð áður í Tollbua,“ segir Sigurður Rúnar

Birting:

þann

Kristinn Gísli Jónsson, Sigurður Lárus Hall, betur þekktur sem Siggi Hall og Sigurður Rúnar Ragnarsson.„Við ætlum að gera eitthvað sem enginn hefur séð áður í Tollbua,“ segir Sigurður Rúnar

Kristinn Gísli Jónsson, Sigurður Lárus Hall, betur þekktur sem Siggi Hall og Sigurður Rúnar Ragnarsson.
Siggi Hall, einn af frumkvöðlum Food & Fun, verður ekki með í Tollbua að þessu sinni, en myndin var tekin á Food & Fun í Stavanger í febrúar síðastliðnum.
Mynd: aðsend

Það verður sannkölluð veisla fyrir sælkera í Tollbua í Þrándheimi dagana 6. og 7. nóvember, í tengslum við Food & Fun, þegar norska veitingahúsið Fisketorget frá Stavanger tekur yfir eldhúsið með glæsilegri og einstæðri sjávarréttaupplifun.

Aðeins þessi tvö kvöld verður boðið upp á sérstakan matseðil sem teymið undir stjórn Karls Eriks Pallesen hefur hannað fyrir tilefnið, þar sem hráefni úr sjónum fær að njóta sín í nýstárlegri og skapandi útfærslu.

Dyrnar opna klukkan 18 og borðhald hefst klukkan 19. Gestum gefst kostur á að velja tvær mismunandi leiðir í vínpörun með matnum.

„Ég og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Kristinn Gísli Jónsson, yfirkokkur á Tollbua, ætlum að bjóða gestum upp á ýsu með hamsatólg í nýstárlegri útfærslu.“

segir Sigurður Rúnar Ragnarsson, matreiðslumeistari og einn eigenda veitingastaðanna Seid og ILO, systurveitingastaða Fisketorget, í samtali við Veitingageirann.is.

Tollbua

Tollbua í Þrándheimi, er metnaðarfullur veitingastaður í eigu Christopher Davidsen.
Mynd: facebook / Tollbua

Tollbua er í eigu Christopher William Davidsen, sem hlaut silfurverðlaun í Bocuse d’Or, og opnaði 10. febrúar 2024. Staðurinn hefur á skömmum tíma fest sig í sessi sem einn af bestu veitingastöðum Þrándheims.

Kvöldið lofar ógleymanlegri upplifun þar sem norsk sköpun og íslensk gestrisni mynda fullkomið jafnvægi.

Matseðill kvöldsins

Torsk
Erter, grønnpeppermayo, rugpops

Okse og østers
Kaviar og karse

Clam chowder
Brønnkarseolje og fennikel
Rosenkildehavens brød og smør

Hyse & Lammetalg (Ýsa með hamsatólg)
Nypotet, løk og løpstikke

Jordskokk & Rørosrømme
Eple og dill

Verð á mann: 1.200 norskar krónur

Borðapantanir hér.

Karl Erik Pallesen kynnir kvöldið í stuttu myndbandi sem birt var á Facebook-síðu Tollbua.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið