Viðtöl, örfréttir & frumraun
„Við ætlum að gera eitthvað sem enginn hefur séð áður í Tollbua,“ segir Sigurður Rúnar

Kristinn Gísli Jónsson, Sigurður Lárus Hall, betur þekktur sem Siggi Hall og Sigurður Rúnar Ragnarsson.
Siggi Hall, einn af frumkvöðlum Food & Fun, verður ekki með í Tollbua að þessu sinni, en myndin var tekin á Food & Fun í Stavanger í febrúar síðastliðnum.
Mynd: aðsend
Það verður sannkölluð veisla fyrir sælkera í Tollbua í Þrándheimi dagana 6. og 7. nóvember, í tengslum við Food & Fun, þegar norska veitingahúsið Fisketorget frá Stavanger tekur yfir eldhúsið með glæsilegri og einstæðri sjávarréttaupplifun.
Aðeins þessi tvö kvöld verður boðið upp á sérstakan matseðil sem teymið undir stjórn Karls Eriks Pallesen hefur hannað fyrir tilefnið, þar sem hráefni úr sjónum fær að njóta sín í nýstárlegri og skapandi útfærslu.
Dyrnar opna klukkan 18 og borðhald hefst klukkan 19. Gestum gefst kostur á að velja tvær mismunandi leiðir í vínpörun með matnum.
„Ég og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Kristinn Gísli Jónsson, yfirkokkur á Tollbua, ætlum að bjóða gestum upp á ýsu með hamsatólg í nýstárlegri útfærslu.“
segir Sigurður Rúnar Ragnarsson, matreiðslumeistari og einn eigenda veitingastaðanna Seid og ILO, systurveitingastaða Fisketorget, í samtali við Veitingageirann.is.

Tollbua í Þrándheimi, er metnaðarfullur veitingastaður í eigu Christopher Davidsen.
Mynd: facebook / Tollbua
Tollbua er í eigu Christopher William Davidsen, sem hlaut silfurverðlaun í Bocuse d’Or, og opnaði 10. febrúar 2024. Staðurinn hefur á skömmum tíma fest sig í sessi sem einn af bestu veitingastöðum Þrándheims.
Kvöldið lofar ógleymanlegri upplifun þar sem norsk sköpun og íslensk gestrisni mynda fullkomið jafnvægi.
Matseðill kvöldsins
Torsk
Erter, grønnpeppermayo, rugpops
Okse og østers
Kaviar og karse
Clam chowder
Brønnkarseolje og fennikel
Rosenkildehavens brød og smør
Hyse & Lammetalg (Ýsa með hamsatólg)
Nypotet, løk og løpstikke
Jordskokk & Rørosrømme
Eple og dill
Verð á mann: 1.200 norskar krónur
Karl Erik Pallesen kynnir kvöldið í stuttu myndbandi sem birt var á Facebook-síðu Tollbua.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park





