Freisting
Vetrarstarfið að hefjast hjá KM mönnum
Vetrarstarfið hjá Klúbbi Matreiðslumanna hefst fimmtudaginn 6. september og er ekki annað að sjá en að framundan sé fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.
Skemmtileg nýjung verður kynnt til sögunnar á fyrsta fundi KM manna, en sérhannað súkkulaði með merki KM verður meðal annars á dagskrá, Gissur stígur í púlt og kynnir framboð sitt til forseta WACS, Galadinnerinn verður á sínum stað í byrjun árs 2008 og farið verður yfir keppninna um titilinn Matreiðslumaður ársins en hún verður haldin í október 2007 á Akureyri.
Eins verða nýjir félagar í Klúbb Matreiðslumeistara teknir inn á septemberfundi eins og venjulega.
Við hér hjá Freisting.is vonumst eftir skemmtilegu samstarfi við KM menn á komandi vetri.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin