Veitingarýni
Vestmannaeyjaferð – 1. kafli | Kanslarinn og Stracta hótelið
Það var einn morguninn sem við félagarnir lögðum af stað úr borginni og var stefnan sett á Vestmannaeyjar, við keyrðum sem leið lá austur fyrir fjall framhjá Hveragerði, Selfossi og áðum fyrst á Hellu á stað sem heitir Kanslarinn.
Kanslarinn
Er inn var komið var tekið á móti okkur og kynnt hvað væri á boðstólunum og var það matseðill hússins og svo var réttur dagsins með súpu og kaffi á 1390 kr. og er við sáum ofan í borðið, þá var engin spurning réttur dagsins skyldi það vera.
Alvörusúpa þar á ferðinni og var það bara ánægjuleg upplifun
Svo var það aðalrétturinn
Ein besta lambasteik sem ég hef smakkað í langan tíma, ekki kaffært í kryddi heldur fann maður lambabragðið, puran var stökk og staðnum til mikils sóma.
Kaffið var gott að sögn bílstjórans.
Stracta hótel
Svo um tvö leitið fórum við yfir þjóðveg 1 og að Stracta hótel, þar sem við höfðum mælt okkur mót við Sólborgu Steinþórsdóttur hótelstjóra staðarins. Fór hún í gegn um bygginguna með okkur og sýndi okkur herbergi og sagði okkur frá markmiðum þeirra og eru þau eftirfarandi:
Það er mikil friðsæld og fallegt útsýni á hótelsvæðinu sem er þó í alfaraleið þegar ekið er um Suðurland. Hótelið er staðsett á Hellu og þaðan er upplagt að fara í skoðunarferðir eða gönguferðir í nágrenninu og skoða áhugaverð útivistarsvæði því tiltölulega stutt er á vinsæla staði eins og Vestmannaeyjar, Þjórsárdal, Heklu, Gullfoss og Geysi og á ferð um Suðurlandi liggur leið margra í Þórsmörk og Bása, að Seljalandsfossi og Skógum svo dæmi sé tekið af fjölmörgum áhugaverðum áfangastöðum.
Að sjálfsögðu geta hótelgestir líka nýtt sér nærliggjandi þjónustu til afþreyingar. Þar er af nógu að taka og afar vinsælt er að fara í flúðasiglingu, í reiðtúra í undurfagurri náttúrunni, fara í sund og á söfn eða í skipulagðar skoðunarferðir.
Hótelgarður þar sem hjarta hótelsins slær
Hafi fólk áhuga á að njóta hótelsins og þess sem það hefur upp á að bjóða er það í góðum höndum því sérstök áhersla er lögð á afar góðan aðbúnað og afþreyingu á staðnum fyrir gesti hótelsins. Í því liggur einmitt sérstaða okkar ekki hvað síst og hótelið mun státa af afþreyingargarði þar sem hjarta hótelsins slær. Þar verða veitingar til sölu með áherslu á fyrsta flokks matvæli frá framleiðendum í nágrenninu og gestum stendur til boða að njóta veitinganna annaðhvort inni í veitingasalnum, úti í hótelgarðinum eða einfaldlega að grípa með sér hollan og góðan bita í ferðalagið. Hrafnhildur Steindórsdóttir veitingastjóri og Valdís Bragadóttir yfirmatreiðslumaður leggja mikinn metnða í fagmennska í uppbyggingu veitingaþjónustu hótelsins. Þær stöllur störfuðu síðast á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.
Góður aðbúnaður og fjölbreytt gisting
Vellíðan gesta er í fyrirrúmi og gestum stendur til boða óvenju fjölbreytt úrval gistingar. Í boði eru tveggja manna herbergi, smá gistihús eða stærri gistihús með lúxusaðstöðu. Alls er um 122 gistieiningar að ræða og hótelið getur tekið á móti um 260 næturgestum. Heitir pottar eru við sum gistihúsin og í garðinum með aðgengi fyrir alla hótelgesti. Mikið er lagt í innréttingar og allan aðbúnað ásamt persónulegri þjónustu við gestina.
Leist okkur vel á hugsun þeirra og verður gaman að heimsækja þau, þegar þau hafa opnað og sýna ykkur hvernig dæmið lítur út þá, meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í byrjun maí.
Svo var ferðinni haldið áfram til Landeyjahafnar þar sem taka átti Eyjólf, æ fyrirgefið Herjólf yfir til Eyja.
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt