Sverrir Halldórsson
Verslunin Búsáhöld í Kringlunni kynna handunnin trébretti
Hörður Harðarsson og Guðrún Hrund Sigurðardóttir eigendur að Búsáhöldum, hafa opnað smíðasjoppu þar sem þau hanna og smíða alls skonar trébretti til notkunar í framreiðslu á mat.
Brettin eru að mestu leiti úr amerískri eik og hnotu (black walnut). Einnig hafa þau gert bretti úr aski, tekki, mahoní og hlyn. Allur viður er ofnþurrkaður að undanskilum brettum úr 50 mm vanköntuðum bolvið með berki. Ofnþurrkaður viður vindur sig síður en óþurrkaður og er því tilvalin til notkunar í skurðarbretti.
Brettin eru öll handsmíðuð í Smíðasjoppu Búsáhalda þ.e. ekki er notast við stórvirkar trésmíðavélarvélar, sem segir að brettin eru ekki fjöldafamleidd.
Hvert og eitt bretti er hönnun í sjálfu sér þ.e. þegar borðin eru söguð niður í ákveðnar lengdir er horft í vigindin í viðnum og öll sérkenni viðarinns svo sem kvisti, þéttleika o.fl. Öll bretti eru númeruð, lengd og breidd og gerð skráð .
Þegar hafa nokkrir veitingastaðir og hótel keypt bretti til að nota við ýmis skonar tilefni.
Sjón er sögu ríkari og hvet ég fagmenn til að gera sér ferð í verslunina til að sjá með eigin augum og fá hugmyndir, svo má ekki gleyma að það er ýmislegt fleira þar á boðstólunum, eins og sjá má í pistlinum; Falið leyndarmál í Kringlunni | Sælkeraverslun með hágæðavörur.
Læt hér fylgja með nokkrar myndir af brettunum.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni18 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 klukkustund síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið