Viðtöl, örfréttir & frumraun
Verður þú Grillmeistarinn 2023?
Fjölskylduhátíð Kótelettunar verður haldin í 13. sinn á Selfossi dagana 6. – 9. júlí. Nú leita aðstandendur hátíðarinnar eftir grillmeisturum til að taka þátt í keppni sem haldin er í samstarfi við BBQ Kónginn.
Keppt verður bæði í flokki áhugamanna og fagaðila þar sem 4 keppendur etja kappi í hvorum flokki.
Vinningarnir eru ekki af verri endanum og fá sigurvegararnir í hvorum flokki fyrir sig, þar á meðal 100.000kr í verðlaunafé.
Allir keppendur verða svo að sjálfsögðu leystir út með glæsilegum þáttökuverðlaunum.
Keppnin fer fram á miðbæjartúninu á Selfossi laugardaginn 8 júlí og hefst kl 13:30.
Keppnisreglur:
- Grilla má kjöt eða fisk og ekki skemmir að hafa gott meðlæti.
- Keppendur mega undirbúa réttinn eins lengi og þeir vilja áður en keppnin hefst en keppendur byrja allir að grilla á sama tíma.
- Keppendur fá hálftíma til að grilla og skila tilbúnum diski til dómara (1 stk.).
- Grilla þarf á grillum frá Weber á Íslandi sem verða keppendum innan handa ásamt áhöldum.
Dæmt verður eftir:
- Áferð og bragði réttar.
- Notkun á hráefni.
- Framsetningu.
- Almennum Léttleika.
Skilmálar:
- Keppendur gefa leyfi til myndatöku og umfjöllun í tengslum við keppnina. Keppendur verða að vera í góðu skapi og stuði!
Nánari upplýsingar og skráning er á [email protected]
Mynd: kotelettan.is

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Frétt5 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala