Keppni
Verðlaunavín Gyllta Glasið 2025 – Seinni partur
- Lind og Heiðrún
- Slegið á létta strengi
Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2025 sem var er undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.990 kr til 5.000 kr og völdu vínbirgjar vínin til í þessa keppni. Í þessum seinni parti voru vín frá norður við miðbaug tekinn fyrir fyrir utan Norður Ameríku sem var tekið með vorsmakkinu.
Sjá einnig: Verðlaunavín Gyllta Glasið 2025 – Fyrri partur
Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Reykjavík Natura sunnudaginn 2. nóvember sl. og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir aðstoðina.
- Ragna
- Valli, Ástþór og Hróðmar
- Ingi, Peter og Manuel
- Reynir og Evan
Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert.
5 hvítvín og 10 rauðvín hlutu Gyllta glasið 2025 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Verðlaunavínin
Hvítvín:
Ambace Fiano Chardonnay 2024, 3.497 kr
Gustave Lorentz Riesling 2023, 2.990 kr
Hugel Gentil 2023, 2.999 kr
Louis Jadot Couvent des Jacobins Chardonnay 2023, 3.999 kr
Willm Riesling Reserve 2024, 2.999kr
Rauðvín:
Baron de Ley „Finca Monasterio“ 2022, 4.599 kr
Castemondo Valpolicella Ripasso Superiore 2022, 2.999 kr
Carlos Serres Gran Reserva 2017, 3.886 kr
Corte Ciara Ripasso la Groletta 2023, 3.790 kr
Cotes du Rhone, Domaine Guigal 2022, 3.299 kr
Cubardi Primitivo 2022, 4.990 kr
Muriel Reserva 2019, 3.199 kr
Torres Purgatori 2022, 4.990 kr
Vidal Fleury Cotes du Rhone 2022, 2.999 kr
Zenato Valpolicella Superiore 2021, 2.990 kr
Vínþjónasamtökin vilja þakka sérstaklega öllum dómurum og birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum við sigurvegurum til hamingju.
Gyllta Glasið 20 ára
Síðan 2005 hafa Vínþjónasamtök Íslands veitt Gyllta glasið árlega. Keppnin fer þannig fram að birgjar senda inn bæði rauðvín, hvítvín og rósavín til keppni í fyrirfram ákveðnum verðflokki. Vínin eru síðan smökkuð blint og þeim gefin einkunn af dómnefnd, sem í sitja helstu vínþjónar og vínsérfræðingar landsins.
f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Tolli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025













