Vín, drykkir og keppni
Verðlaunavín Gyllta Glasið 2013
Keppnin um Gyllta Glasið 2013 var haldið í 13. sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Í ár var verðflokkur vína í keppni frá 2.490 kr. til 3.500 kr og máttu vínin koma frá öllum heiminum og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.
Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Hótel Hilton Nordica mánudaginn og þriðjudaginn 13. – 14. maí s.l. Í ár fékk hinn almenni neytandi að sitja í dómnefnd og smakka vínin með færustu smökkurum landsins, vínþjónum, vínrýnum, fagmönnum og öðrum sérvöldum smjattpöttum. Alls voru það 36 manns sem smökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var Alba E H Hough vínþjónn ásamt sérlegri aðstoðarkonu sinni Sigrúnu Þormóðsdóttir.
Þátttakan í Gyllta glasinu í ár var mjög góð en alls skiluðu sér 97 vín til leiks frá 10 vínbirgjum. 10 hvítvín og 10 rauðvín urðu svo fyrir valinu og hlutu Gyllta glasið 2013. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Verðlaunavín Gyllta Glasið 2013
Vínþjónasamtökin vilja þakka öllum birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum sigurvegurum til hamingju.
Hilton Hótel á hrós skilið frá okkur fyrir að lána okkur topp aðstöðu fyrir smökkunina. Alba og hennar teymi, Sigrún, Steingrímur og Ástþór fyrir frábært skipulag og úrvinnslu að keppninni.
f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Þorleifur Sigurbjörnsson
Ritari/gjaldkeri
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana