Freisting
Verðið á hvítlauk fimmtánfaldast

Heildsöluverð á hvítlauk í Kína hefur fimmtánfaldast frá því í mars á þessu ári, að því er LandbrugsAvisen hermir. Helsta ástæðan er talin vera sú að almenningur hamstri hvítlauk í þeirri trú að neysla hans dragi úr hættunni á að fá svínaflensu.
Þessi hækkun fylgir í kjölfar verðhruns sem varð á hvítlauk í upphafi efnahagslægðarinnar í fyrrahaust en það varð til þess að verulega dró úr framleiðslunni, en þetta kemur fram á vef Bændablaðsins bbl.is.
Kínverjar eru langstærstu framleiðendur hvítlauks í heiminum en 75% af heimsframleiðslunni á sér stað í Kína. Bent hefur verið á að önnur skýring en svínaflensan geti einnig átt þátt í verðhækkununum. Sögur herma að spákaupmenn hafi keypt mikið af hvítlauk og geymi hann þar til verðið hækkar enn meir. Sérfræðingur Morgan Stanley fjármálafyrirtækisins í Kína segir að með því að flytja hvítlaukinn úr einni geymslu í aðra sé hægt að þéna milljónir dollara.
Breska blaðið Financial Times vitnar í kínverskar sögusagnir þess efnis að hópar fjármálaspekúlanta og braskara sem hagnast hafi vel á braski með fasteignir og hlutabréf hafi nú snúið sér að hvítlauksmarkaðanum sem gefi vel af sér í augnablikinu, en þetta kemur fram á vef bbl.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





