Freisting
Verð hækkar á kjúklingum og svínakjöti
Verðhækkun á kjarnfóðri veldur 10 prósenta hækkun á verði kjúklinga í matvöruverslunum. Svínabændur eru einnig uggandi vegna verulegrar hækkunar á kjarnfóðri og búa sig undir verðhækkanir.
Í frétt Bændablaðsins kemur fram að verð á kjarnfóðri til kjúklingaframleiðslu hafi hækkað um 18 prósent á þessu ári. Helmingur útgjalda kjúklingabænda liggi í fóðurkaupum og því sé verðhækkun til neytenda óhjákvæmileg. Þá megi einnig búast við verðhækkun á eggjum. „Hækkunin verður staðreynd á næstu vikum,“ segir Þorsteinn Sigmundsson alifuglabóndi í Elliðahvammi í Reykjavík í samtali við Bændablaðið.
Ingvi Stefánsson formaður Svínaræktarfélags Íslands segir í samtali við blaðið að verð á hveiti hafi hækkað um 80 prósent að sem af er þessu ári og slíkt stökk hafi menn ekki séð áður. Smávægilegar verðhækkanir séu framundan sem dugi þó hvergi til að mæta verðhækkuninni á kjarnfóðrinu. Hækkunin valdi því að raunhæfara sé en áður að rækta korn hér á landi til fóðurframleiðslu. Þorsteinn Sigmundsson segir að bændur í Skandinavíu, Danmörku og Færeyjum greiði allt að helmingi minna fyrir fóðrið heimkomið í síló en íslenskir bændur. Íslenska krónan er mjög sterk en samt er kjarnfóðrið svona dýrt. Það er flókið að flytja þetta inn því það eru strangar öryggisreglur vegna smithættu.“, en frá þessu er greint á dv.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Bocuse d´Or21 klukkustund síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var