Freisting
Verð hækkar á kjúklingum og svínakjöti
Verðhækkun á kjarnfóðri veldur 10 prósenta hækkun á verði kjúklinga í matvöruverslunum. Svínabændur eru einnig uggandi vegna verulegrar hækkunar á kjarnfóðri og búa sig undir verðhækkanir.
Í frétt Bændablaðsins kemur fram að verð á kjarnfóðri til kjúklingaframleiðslu hafi hækkað um 18 prósent á þessu ári. Helmingur útgjalda kjúklingabænda liggi í fóðurkaupum og því sé verðhækkun til neytenda óhjákvæmileg. Þá megi einnig búast við verðhækkun á eggjum. „Hækkunin verður staðreynd á næstu vikum,“ segir Þorsteinn Sigmundsson alifuglabóndi í Elliðahvammi í Reykjavík í samtali við Bændablaðið.
Ingvi Stefánsson formaður Svínaræktarfélags Íslands segir í samtali við blaðið að verð á hveiti hafi hækkað um 80 prósent að sem af er þessu ári og slíkt stökk hafi menn ekki séð áður. Smávægilegar verðhækkanir séu framundan sem dugi þó hvergi til að mæta verðhækkuninni á kjarnfóðrinu. Hækkunin valdi því að raunhæfara sé en áður að rækta korn hér á landi til fóðurframleiðslu. Þorsteinn Sigmundsson segir að bændur í Skandinavíu, Danmörku og Færeyjum greiði allt að helmingi minna fyrir fóðrið heimkomið í síló en íslenskir bændur. Íslenska krónan er mjög sterk en samt er kjarnfóðrið svona dýrt. Það er flókið að flytja þetta inn því það eru strangar öryggisreglur vegna smithættu.“, en frá þessu er greint á dv.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum