Freisting
Verbúðir fá nýtt hlutverk
Séð yfir Smábátahöfnina í átt að Verbúðunum
Brynjar Eymundsson hefur gengið frá samningi við Faxaflóahafnir um leigu á verbúð við Geirsgötu. Steinn Óskar Sigurðsson verður í eldhúsinu og ætti þar að vera á ferð öflug teymi með samanlagaða reynslu uppá marga áratugi!
|
Eldhús verður á neðri hæð verbúðarinnar, bætt verður við gluggum með útsýni yfir smábátahöfnina og áætlað að hafa borð fyrir 50-60 gesti á báðum hæðum en á efri hæð er gert ráð fyrir bar.
Mikið verk er fyrir höndum og staðurinn nánast fokheldur þegar Freisting leit við og tók púlsinn á þeim félögum á fimmtudaginn síðasta, eins og reyndar myndirnar sýna glögglega (sjá myndasafn).
Matseðill er ekki endanlega kominn á hreint en stefnir í léttan, rúllandi seðil í hádegi með réttum dagsins og ferskleika í fyrirrúmi, mismunandi frá degi til dags. Smáréttir á boðstólnum yfir miðjan dag og smurt brauð og síðan fastur matseðill á kvöldin, allt með áherslu á flott hráefni og ferskan fisk að sjálfsögðu.
Opnun er áætluð um miðjan maí og mun Freisting að sjálfsögðu mæta á staðinn og taka út kræsingarnar.
Smellið hér til að skoða myndir.
/ Almennar myndir / Verbúðir

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Íslandsmót barþjóna21 klukkustund síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata