Uppskriftir
Vel kæst og kæfandi skata er alsiða á Þorláksmessu
Kæst skata þykir mörgum ómissandi þáttur í jólahefðinni en ekki eru allir hrifnir af lyktinni. Rétt rúmur þriðjungur landsmanna heldur á vit skötunnar á Þorláksmessu, samkvæmt nýrri könnun MMR á jólahefðum landsmanna.
Skötuveislur hafa löngum verið alsiða á Þorláksmessu og það er engin undantekning á því á Siglufirði.
Fiskbúð Fjallabyggðar hefur í gegnum árin boðið upp á kæsta skötu sem kemur öll af línubátunum sem landa hjá fiskmarkaðinum á Siglufirði.
„Við hjónin í Fiskbúð Fjallabyggðar byrjum að verka skötuna fyrri hluta í nóvember og erum að kæsa hana í fimm til sex vikur. Við tökum hana og skerum börðin af skútunni og setjum þau í kör og breiðum vel yfir. Svo þarf að stafla skötunni reglulega svo hún verkist jafnt.
Það er búið að vera óvenju gott og hlýtt veður hjá okkur á Siglufirði svo verkunin hefur gengið betur fyrir sig og er skatan frekar sterk og bragðmikil fyrir vikið.„
Sagði Hákon Sæmundsson matreiðslumaður og eigandi fiskbúðarinnar á Siglufirði í samtali við veitingageirinn.is.
Margir vilja ekki fá lyktina heim og hefur orðið mikil aukning á að fólk borði skötuna á veitingastöðum. Einnig er að ryðja sér til rúms að hægelda skötu með hinu vinsæla Sous vide græjunum sem er komin á annað hvert heimili.
„Að elda hana við 65’c í 60 mínútur fær bragðið allavega að njóta sín og engin lykt úr sjóðandi potti“
Sagði Hákon og bendir á að opna Sous vide pokana úti og bera svo á borð, til að tryggja sem minnstu lykt.
Svo eru auðvitað rófur, kartöflur, hamsatólg og hnoðmör alveg ómissandi með skötunni.
Á Siglufirði eru tveir veitingastaðir sem bjóða upp á kæsta skötu, á veitingastaðurinn Torgið og Rauðka.
Á vef Þjóðminjasafns Íslands er skemmtilegur fróðleikur um Þorláksmessuskötuna þar sem segir:
Þó að kaþólskur siður hafi verið afnuminn á Íslandi árið 1550 er enn að vissu leyti haldið upp á messu íslenska dýrlingsins Þorláks helga á messudegi hans þann 23. desember ár hvert. Í dag er það þó aðallega í tengslum við undirbúning jólanna sem menn minnast á Þorláksmessu og eru margir sem leggja það í vana sinn að skreyta jólatréð á Þorláksmessu eða gera síðustu jólagjafainnkaup sín. Einnig hefur sú hefð skapast hér á landi að borða kæsta skötu á Þorláksmessu.
Það eru kannski ekki allir sem vita að í raun er þessi siður leifar frá kaþólskum tíma þar sem fastað var fram að jólum og ekki borðað kjöt. Þess vegna var borðaður fiskur, helst lélegur fiskur, daginn fyrir kjötveisluna miklu sem hófst þegar jólahátíðin gekk loks í garð. Siðurinn að borða skötu á Þorláksmessu barst til höfuðstaðarins frá Vestfjörðum um miðja 20. öld en það var aðallega á Vestfjörðum og við Breiðafjörð sem skatan veiddist.
Hún þótti reyndar ekki mikið lostæti, en þar sem haustvertíðinni lauk á Þorláksmessu var skötuát í hugum margra nátengt þessum degi og fór mönnum að finnast það nauðsynlegt að fá skötu daginn fyrir jól.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum