Frétt
Vel heppnuð samkoma á þjóðhátíðardegi Frakka – Myndir
Í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka (Bastilludeginum) bauð sendiherra Frakklands á Íslandi og Jocelyne Paul til móttöku í Bryggjunni Brugghúsi.
Einstaklega vel heppnuð samkoma og mikið margmenni komu að samfagna Frökkum á þjóðhátíðardegi þeirra 14. júlí.
Skipverjar af gólettunni „Étoile“ tóku þátt í samkomunni og ávarpaði skipherrann samkomuna. Gólettan lá bara steinsnar frá samkomusalnum og fóru nokkrir hópar viðstaddra í skoðunarferð um borð.
Umboðin fyrir franskar bifreiðar sýndu nýjustu módel, l’Occitane gaf sýnishorn af snyrtivörum, skipafélagið Ponant og flugvélaframleiðandinn Airbus sýndu á tjaldi það nýjasta í flutningatækni á láði og í lofti.
Fyrirtækið Lagardère gaf veitingar. Tvær stúlkur frá samtökum Frakka á Íslandi, Reykjavik Accueil, sátu við upplýsingaborð og kynntu starfsemi samtakanna. Seldir voru miðar í tombólu til styrktar Landsbjörgu og voru vinningar stór kampavínsflaska, miðar á landsleik Íslendinga og Frakka 11. október næstkomandi og fyrsti vinningur var treyja franska landsliðsins með eiginhandaráritun allra liðsmannanna.
Látum myndirnar tala sínu máli.
Myndir: facebook / Franska sendiráðið á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?