Frétt
Vel heppnuð samkoma á þjóðhátíðardegi Frakka – Myndir
Í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka (Bastilludeginum) bauð sendiherra Frakklands á Íslandi og Jocelyne Paul til móttöku í Bryggjunni Brugghúsi.
Einstaklega vel heppnuð samkoma og mikið margmenni komu að samfagna Frökkum á þjóðhátíðardegi þeirra 14. júlí.
![Þjóðhátíðardagur Frakka 14. júlí - Bastille Day - Bastilludagurinn](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2019/08/IMG_3805.jpg)
F.v. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og forstöðumaður matar,- og veitingasvið Seðlabanka Íslands
Skipverjar af gólettunni „Étoile“ tóku þátt í samkomunni og ávarpaði skipherrann samkomuna. Gólettan lá bara steinsnar frá samkomusalnum og fóru nokkrir hópar viðstaddra í skoðunarferð um borð.
Umboðin fyrir franskar bifreiðar sýndu nýjustu módel, l’Occitane gaf sýnishorn af snyrtivörum, skipafélagið Ponant og flugvélaframleiðandinn Airbus sýndu á tjaldi það nýjasta í flutningatækni á láði og í lofti.
Fyrirtækið Lagardère gaf veitingar. Tvær stúlkur frá samtökum Frakka á Íslandi, Reykjavik Accueil, sátu við upplýsingaborð og kynntu starfsemi samtakanna. Seldir voru miðar í tombólu til styrktar Landsbjörgu og voru vinningar stór kampavínsflaska, miðar á landsleik Íslendinga og Frakka 11. október næstkomandi og fyrsti vinningur var treyja franska landsliðsins með eiginhandaráritun allra liðsmannanna.
Látum myndirnar tala sínu máli.
Myndir: facebook / Franska sendiráðið á Íslandi
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný