Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel heppnuð BBQ grillhátíð hjá Sælkerabúðinni – Myndir
Sælkerar létu sig ekki vanta á BBQ grillhátíðina hjá Sælkerabúðinni á laugardaginn s.l. Allt gekk mjög vel, veðrið var frábært og gestirnir mjög ánægðir með hátíðina.
Grillmeistarar heilgrilluðu lamb fyrir gesti og buðu upp á smakk af dýrindis steikum og meðlæti. Fljótandi veigar voru boði og glóðheit sumartilboð í gangi allan daginn hjá Sælkerabúðinni.
Hoppukastalar voru á svæðinu og að sjálfsögðu ís fyrir börnin.
„Sælkerabúðin þakkar ykkur fyrir geggjað BBQ Festival á Bitruhálsi um helgina. Við erum strax farin að skipuleggja næsta viðburð og hlökkum til að gera grillhátíðina ennþá stærri að ári“
Segir í tilkynningu frá Sælkerabúðinni.
Myndir: facebook / Sælkerabúðin
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
























