Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel heppnaður viðburður á Þremur frökkum – Stefán: „Hrognkelsa veislan gekk mjög vel“ – Myndir
Hrognkelsa Félag Íslands stóð fyrir skemmtilegum viðburði á Þremur Frökkum nú í vikunni, en þar fór fram aðalfundur hjá félaginu.
Rúmlega 30 manns mættu í hrognkelsa veisluna, þar sem Stefán Úlfarsson matreiðslumeistari eldaði fyrir gesti fjölbreytta rétti úr hrognkelsi og fleira góðgæti.
Dagskrá aðalfundar var:
Merki félagsins hyllt.
Aðalfundarstörf og matur borinn fram.
Minning Úlfars Eysteinssonar heiðruð.
Heiðursgestur ávarpar samkomuna.
Sögumaður kvöldsins segir frá grásleppukörlunum.
Grásleppan var hyllt og skálað fyrir grásleppukörlunum, kokkinum og fyrir góðum mat.
„Hrognkelsa veislan gekk mjög vel.“
Sagði Stefán Úlfarsson í samtali við veitingageieirinn.is aðspurður um veisluna, en á hlaðborðinu var eftirfarandi í boði:
Sigin grásleppa
Ferskur soðin rauðmagi með lifur, hvelju og svilum
Soðinn Bútung (siginn þorskur)
Fersk grásleppa, pönnusteikt með grænmeti engifer, soyasósu og hunangi
Gratíneraður plokkfiskur með Bernaise
Úrval af síldarréttum með rúgbrauði
Reyktur rauðmagi
Reykt þorskhrogn
Saltað selspik
Myndir aðsendar: Stefán Úlfarsson
Heimasíða: www.3frakkar.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit