Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel heppnaður viðburður á Þremur frökkum – Stefán: „Hrognkelsa veislan gekk mjög vel“ – Myndir
Hrognkelsa Félag Íslands stóð fyrir skemmtilegum viðburði á Þremur Frökkum nú í vikunni, en þar fór fram aðalfundur hjá félaginu.
Rúmlega 30 manns mættu í hrognkelsa veisluna, þar sem Stefán Úlfarsson matreiðslumeistari eldaði fyrir gesti fjölbreytta rétti úr hrognkelsi og fleira góðgæti.
Dagskrá aðalfundar var:
Merki félagsins hyllt.
Aðalfundarstörf og matur borinn fram.
Minning Úlfars Eysteinssonar heiðruð.
Heiðursgestur ávarpar samkomuna.
Sögumaður kvöldsins segir frá grásleppukörlunum.
Grásleppan var hyllt og skálað fyrir grásleppukörlunum, kokkinum og fyrir góðum mat.
„Hrognkelsa veislan gekk mjög vel.“
Sagði Stefán Úlfarsson í samtali við veitingageieirinn.is aðspurður um veisluna, en á hlaðborðinu var eftirfarandi í boði:
Sigin grásleppa
Ferskur soðin rauðmagi með lifur, hvelju og svilum
Soðinn Bútung (siginn þorskur)
Fersk grásleppa, pönnusteikt með grænmeti engifer, soyasósu og hunangi
Gratíneraður plokkfiskur með Bernaise
Úrval af síldarréttum með rúgbrauði
Reyktur rauðmagi
Reykt þorskhrogn
Saltað selspik
Myndir aðsendar: Stefán Úlfarsson
Heimasíða: www.3frakkar.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni


















