Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vel heppnaðar breytingar á Miðgarði, Grand Restaurant og kokteilbarnum í Torfastofu
Fjöldi fólks úr ferðaþjónustu og skyldum greinum lagði leið sína í teiti sem haldin var á Grand Hótel Reykjavík í Sigtúni nú á dögunum.
Tilgangurinn var bjóða ljúfra veitinga frá matreiðslumönnum hótelsins og sýna þær vel heppnaðar breytingar á veitingastaðnum Grand Restaurant og anddyri hótelsins, gestamóttöku, Miðgarði og kokteilbarnum Torfastofu.
Boðið var upp á skoðunarferðir um hótelið og vakti uppsett brúðkaupsveisla í Setri, mikla athygli. Þar hafði verið komið fyrir brúðartertu frá bökurum á Grand Restaurant og salurinn var skreyttur líkt og veislan væri að hefjast.
Gestir gátu skoðað svítur og herbergi hótelsins, heilsulindina Reykjavík SPA og tekið út fundar- og ráðstefnuaðstöðu á þessu stærsta funda- og ráðstefnuhóteli landsins. Starfsmenn hótelsins, kokkar, bakarar og framreiðslumenn, báru fram ljúfar veitingar og einnig voru í gangi ýmsar vínkynningar.
Ekki var annað að sjá en að andrúmsloftið á Grand Hótel Reykjavík hafi hitt í mark og gestir skemmtu sér fram eftir kvöldi við lifandi tónlistarflutning. Á Facebook síðu Grand Hótels má sjá fleiri myndir úr veislunni.
Gítarleikarinn Björn Thoroddsen, bassaleikarinn Jón Rafnsson og trommuleikarinn Karl Pétur Smith sáu um tónlistina.
Myndir: af facebook síðu Grand Hótels.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði