Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Vel heppnaðar breytingar á Miðgarði, Grand Restaurant og kokteilbarnum í Torfastofu

Birting:

þann

Grand Hótel Reykjavík

Fjöldi fólks úr ferðaþjónustu og skyldum greinum lagði leið sína í teiti sem haldin var á Grand Hótel Reykjavík í Sigtúni nú á dögunum.

Tilgangurinn var bjóða ljúfra veitinga frá matreiðslumönnum hótelsins og sýna þær vel heppnaðar breytingar á veitingastaðnum Grand Restaurant og anddyri hótelsins, gestamóttöku, Miðgarði og kokteilbarnum Torfastofu.

Boðið var upp á skoðunarferðir um hótelið og vakti uppsett brúðkaupsveisla í Setri, mikla athygli. Þar hafði verið komið fyrir brúðartertu frá bökurum á Grand Restaurant og salurinn var skreyttur líkt og veislan væri að hefjast.

Gestir gátu skoðað svítur og herbergi hótelsins, heilsulindina Reykjavík SPA og tekið út fundar- og ráðstefnuaðstöðu á þessu stærsta funda- og ráðstefnuhóteli landsins. Starfsmenn hótelsins, kokkar, bakarar og framreiðslumenn, báru fram ljúfar veitingar og einnig voru í gangi ýmsar vínkynningar.

Ekki var annað að sjá en að andrúmsloftið á Grand Hótel Reykjavík hafi hitt í mark og gestir skemmtu sér fram eftir kvöldi við lifandi tónlistarflutning.  Á Facebook síðu Grand Hótels má sjá fleiri myndir úr veislunni.

Gítarleikarinn Björn Thoroddsen, bassaleikarinn Jón Rafnsson og trommuleikarinn Karl Pétur Smith sáu um tónlistina.

 

Myndir: af facebook síðu Grand Hótels.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið