Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….

Birting:

þann

Veitingahúsið Parma flytur

Parma við Skólavörðustíg 8

Veitingastaðurinn Parma sem verið hefur á Laugaveg 103 í nokkurn tíma hefur nú flutt í nýtt húsnæði að Skólavörðustíg 8 bílastæða megin í miðbæ Reykjavíkur.

Parma hefur verið mjög vinsæll frá opnun staðarins, en Parma býður upp á súrdeigs pítsur, Focaccia samlokur, BLT svo fátt eitt sé nefnt að auki frábæra kaffidrykki.

Eigandi Parma er Leó Máni Quyen Nguyén.

Fækkar um sæti

„Við höfum ákveðið að minnka staðinn og fækka sætunum. Nú leggjum við meiri áherslu á take-away þjónustu, sem hentar viðskiptavinum okkar betur.“

Sagði Leó í samtali við veitingageirinn.is en staðurinn á Laugaveginum tók 45 manns í sæti.

Veitingahúsið Parma flytur

Leó Máni birtir reglulega skemmtilegar auglýsingar á samfélagsmiðlunum

Nokkrar nýjungar eru á matseðlinum þrjár nýjar samlokur og fimm spennandi pizzur að auki fjölskyldutilboð sem hentar sérstaklega vel fyrir stærri hópa.

„Við erum líka spennt fyrir “Focaccia Friday”, þar sem allar samlokur með gosi kosta aðeins 2.200 kr. alla föstudaga – skemmtileg leið til að byrja helgina“

Sagði Leó.

„Við höfum fengið mjög góðar móttökur….“

„Við höfum fengið mjög góðar móttökur frá bæði nemendum og íbúum í nágrenninu. Stærsti kosturinn við nýju staðsetninguna er að við erum komin með næg bílastæði – eitthvað sem okkur vantaði alveg á Laugavegi 103.

Við erum spennt fyrir framtíðinni og stefnum áfram með jákvæðu hugarfari“

Sagði Leó að lokum, aðspurður um hvort flutningurinn hafi haft góð áhrif á reksturinn.

Fylgist með Parma á facebook og á Instagram.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið