Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
Veitingastaðurinn Parma sem verið hefur á Laugaveg 103 í nokkurn tíma hefur nú flutt í nýtt húsnæði að Skólavörðustíg 8 bílastæða megin í miðbæ Reykjavíkur.
Parma hefur verið mjög vinsæll frá opnun staðarins, en Parma býður upp á súrdeigs pítsur, Focaccia samlokur, BLT svo fátt eitt sé nefnt að auki frábæra kaffidrykki.
Eigandi Parma er Leó Máni Quyen Nguyén.
Fækkar um sæti
„Við höfum ákveðið að minnka staðinn og fækka sætunum. Nú leggjum við meiri áherslu á take-away þjónustu, sem hentar viðskiptavinum okkar betur.“
Sagði Leó í samtali við veitingageirinn.is en staðurinn á Laugaveginum tók 45 manns í sæti.
Nokkrar nýjungar eru á matseðlinum þrjár nýjar samlokur og fimm spennandi pizzur að auki fjölskyldutilboð sem hentar sérstaklega vel fyrir stærri hópa.
„Við erum líka spennt fyrir “Focaccia Friday”, þar sem allar samlokur með gosi kosta aðeins 2.200 kr. alla föstudaga – skemmtileg leið til að byrja helgina“
Sagði Leó.
„Við höfum fengið mjög góðar móttökur….“
„Við höfum fengið mjög góðar móttökur frá bæði nemendum og íbúum í nágrenninu. Stærsti kosturinn við nýju staðsetninguna er að við erum komin með næg bílastæði – eitthvað sem okkur vantaði alveg á Laugavegi 103.
Við erum spennt fyrir framtíðinni og stefnum áfram með jákvæðu hugarfari“
Sagði Leó að lokum, aðspurður um hvort flutningurinn hafi haft góð áhrif á reksturinn.
Fylgist með Parma á facebook og á Instagram.
Myndir: aðsendar

-
Keppni5 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni5 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita