Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Veitingastaðurinn Monkeys opnar í sumar – Sjáðu myndirnar af réttunum

Birting:

þann

Smáréttastemning á Monkeys

Smáréttastemning á Monkeys

Nýjasta viðbótin í veitingaflóru Reykjavikurborgar er Monkeys, en hann er staðsettur við Klapparstíg 28-30 í Hjartagarðinum.

Staðnum stýra þeir Gunnar Rafn Heiðarsson veitingastjóri, Snorri Sigfússon yfirmatreiðslumeistari og Martyn Lourenco yfirkokteilbarþjónn. Allir hafa þeir áratuga reynslu í því að skapa framúrskarandi upplifun gesta sinna.

Staðurinn verður smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan. Mikil áhersla verður á gott úrval léttvína í glasatali og þá sér í lagi freyðandi vín frá öllum heimshornum og búið verður að para hið fullkomna glas með hverjum rétti ásamt frábærum kokteilum.

Gratineraður kóngakrabbi með yuzu majónesi

Gratineraður kóngakrabbi með yuzu majónesi

Nikkei matreiðsla er heiti á matargerðinni sem mun ráða ríkjum á staðnum. Hún á uppruna sinn að rekja til seinni hluta 19. aldar þegar japanskir innflytjendur hófu að setjast að í Perú í töluverðum mæli. Þar blönduðust aldagamlar matreiðsluaðferðir frá Japan saman við fjölbreytta matarkistu Perú. Nikkei matreiðsla sameinar það besta úr hvorri matargerð s.s. virðingu fyrir hráefninu og samsetningu framandi bragðtegunda.

Þannig voru japanskir réttir tengdir bragði og eldunaraðferðum frumbyggja í Perú á aðdáunarverðan hátt. Þessi blanda felur í sér það besta úr glæsilegri og fíngerðri matarmenningu Japana ásamt afburða fersku hráefni blandað kryddtöfrum frá Perú.

Nú er unnið hörðum höndum að breytingum á húsnæðinu og stefnt er að því að opna í júlí.

Með fylgja myndir af réttunum sem í boði verða á Monkeys.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið