Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Monkeys opnar í sumar – Sjáðu myndirnar af réttunum
Nýjasta viðbótin í veitingaflóru Reykjavikurborgar er Monkeys, en hann er staðsettur við Klapparstíg 28-30 í Hjartagarðinum.
Staðnum stýra þeir Gunnar Rafn Heiðarsson veitingastjóri, Snorri Sigfússon yfirmatreiðslumeistari og Martyn Lourenco yfirkokteilbarþjónn. Allir hafa þeir áratuga reynslu í því að skapa framúrskarandi upplifun gesta sinna.
Staðurinn verður smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan. Mikil áhersla verður á gott úrval léttvína í glasatali og þá sér í lagi freyðandi vín frá öllum heimshornum og búið verður að para hið fullkomna glas með hverjum rétti ásamt frábærum kokteilum.
Nikkei matreiðsla er heiti á matargerðinni sem mun ráða ríkjum á staðnum. Hún á uppruna sinn að rekja til seinni hluta 19. aldar þegar japanskir innflytjendur hófu að setjast að í Perú í töluverðum mæli. Þar blönduðust aldagamlar matreiðsluaðferðir frá Japan saman við fjölbreytta matarkistu Perú. Nikkei matreiðsla sameinar það besta úr hvorri matargerð s.s. virðingu fyrir hráefninu og samsetningu framandi bragðtegunda.
- Stökkar won ton skeljar með stökkum ostrusveppum, túnfisk og kóngakrabba
- Túnfisk tataki með ponzu dressingu og stökkri lótusrót
- Smálúðu ceviche
Þannig voru japanskir réttir tengdir bragði og eldunaraðferðum frumbyggja í Perú á aðdáunarverðan hátt. Þessi blanda felur í sér það besta úr glæsilegri og fíngerðri matarmenningu Japana ásamt afburða fersku hráefni blandað kryddtöfrum frá Perú.
Nú er unnið hörðum höndum að breytingum á húsnæðinu og stefnt er að því að opna í júlí.
Með fylgja myndir af réttunum sem í boði verða á Monkeys.
- Salat með léttgrilluðum túnfisk
- Miso saltfiskur með sítrónugrassfroðu og svartri sítrónu
- Kolagrilluð nautalund með perúískri kartöfluköku
- Gulsporður sashimi style
Myndir: aðsendar
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám














