Viðtöl, örfréttir & frumraun
Veitingastaðurinn Miyakodori með PopUp á OTO – Sigurður Laufdal: við miklu að búast….
OTO og Miyakodori frá Stokkhólmi setja upp einstakan “PopUp” viðburð 1. og 2. nóvember næstkomandi á veitingastaðnum OTO í miðborginni.
„Ég og Lars (einn af eigendum Miyakodori) vorum að vinna saman fyrir einhverjum árum síðan, þannig er þetta allt tilkomið.“
Sagði Sigurður Laufdal eigandi OTO í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig kom það til að Miyakodori verði með “PopUp” á OTO.
Hvað er Miyakodori?
Miyakodori er yakitori veitingastaður og izakaya* staðsett í hjarta Stokkhólms. Matreiðslumennirnir Lars Brennwald, John Forssell og Max Westerlund Inazawa eiga og reka staðinn saman.
Eftir langan tíma í faginu og eftir að hafa unnið á veitingastöðum bæði afslappaðri kantinum sem og á fínni veitingastöðum eins og t.d. Frantzén sem er með Michelin stjörnur og á hinu virta steikhúsi AG, fannst þeim að tími væri kominn til að opna sinn eigin stað og opnuðu þeir Miyakodori árið 2022.
Ef Instagram færslan birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
View this post on Instagram
Undirstaða Miyakodori veitingastaðarins felst í ást á japanskri menningu, izakaya stemningu og listinni að gera yakitori (japönsk grillspjót). Með þessari undirstöðu og “fine dining” reynslu eigandanna að baki leggja þeir sig fram við að skapa nýja og spennandi matarupplifun á staðnum sínum í Stokkhólmi.
Nafnið, Miyakodori, erfðu þeir með miklu stolti frá þriðju kynslóð yakitori izakaya, í Kawasaki fyrir utan Tókýó, sem opnaði á fimmta áratugnum og ber sama nafn.
*izakaya mjög lauslega þýtt þýðir japanskur pöbb eða óformlegur veitingastaður þar sem fólk hittist til að njóta drykkja og smárétta til að deila.
„….við miklu að búast“
„Miyakodori er Japanskur izakaya sem hentar vel hér inn á OTO, þeir eru sem sagt þrír matreiðslumenn sem eiga staðinn og verða þeir allir hér á OTO, sem sagt við miklu að búast“
Sagði Sigurður að lokum
Verðið á kvöldverðinum er 17.900 pr. gest. (aðeins sérmatseðill í boði þessa dagana) Ath. að fyrir þennan viðburð er 8.000 kr. „no show“ gjald per gest.
Fyrir þennan tiltekna viðburð er því miður ekki komið til móts við ofnæmi / óþol / grænmetisætur / grænkera.
Hægt er að bóka borð hér á Dineout.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup







