Viðtöl, örfréttir & frumraun
Veitingastaðurinn Miyakodori með PopUp á OTO – Sigurður Laufdal: við miklu að búast….
OTO og Miyakodori frá Stokkhólmi setja upp einstakan “PopUp” viðburð 1. og 2. nóvember næstkomandi á veitingastaðnum OTO í miðborginni.
„Ég og Lars (einn af eigendum Miyakodori) vorum að vinna saman fyrir einhverjum árum síðan, þannig er þetta allt tilkomið.“
Sagði Sigurður Laufdal eigandi OTO í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig kom það til að Miyakodori verði með “PopUp” á OTO.
Hvað er Miyakodori?
Miyakodori er yakitori veitingastaður og izakaya* staðsett í hjarta Stokkhólms. Matreiðslumennirnir Lars Brennwald, John Forssell og Max Westerlund Inazawa eiga og reka staðinn saman.
Eftir langan tíma í faginu og eftir að hafa unnið á veitingastöðum bæði afslappaðri kantinum sem og á fínni veitingastöðum eins og t.d. Frantzén sem er með Michelin stjörnur og á hinu virta steikhúsi AG, fannst þeim að tími væri kominn til að opna sinn eigin stað og opnuðu þeir Miyakodori árið 2022.
Ef Instagram færslan birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
View this post on Instagram
Undirstaða Miyakodori veitingastaðarins felst í ást á japanskri menningu, izakaya stemningu og listinni að gera yakitori (japönsk grillspjót). Með þessari undirstöðu og “fine dining” reynslu eigandanna að baki leggja þeir sig fram við að skapa nýja og spennandi matarupplifun á staðnum sínum í Stokkhólmi.
Nafnið, Miyakodori, erfðu þeir með miklu stolti frá þriðju kynslóð yakitori izakaya, í Kawasaki fyrir utan Tókýó, sem opnaði á fimmta áratugnum og ber sama nafn.
*izakaya mjög lauslega þýtt þýðir japanskur pöbb eða óformlegur veitingastaður þar sem fólk hittist til að njóta drykkja og smárétta til að deila.
„….við miklu að búast“
„Miyakodori er Japanskur izakaya sem hentar vel hér inn á OTO, þeir eru sem sagt þrír matreiðslumenn sem eiga staðinn og verða þeir allir hér á OTO, sem sagt við miklu að búast“
Sagði Sigurður að lokum
Verðið á kvöldverðinum er 17.900 pr. gest. (aðeins sérmatseðill í boði þessa dagana) Ath. að fyrir þennan viðburð er 8.000 kr. „no show“ gjald per gest.
Fyrir þennan tiltekna viðburð er því miður ekki komið til móts við ofnæmi / óþol / grænmetisætur / grænkera.
Hægt er að bóka borð hér á Dineout.
Myndir: aðsendar
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Keppni5 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands – Nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins – Myndir
-
Frétt3 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…