Starfsmannavelta
Veitingastaðurinn Eyrin á Akureyri hættir rekstri
Fyrir rúmlega ári síðan tóku hjónin, Aðalheiður Hannesdóttir og Guðmundur Ragnar Sverrisson, við veitingarekstrinum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Sjá einnig:
Nýr veitingaaðili tekur við rekstri veitingastaðarins í Menningarhúsinu Hofi
Þau sendu frá sér tilkynningu um að loka staðnum þar sem rekstur veitingastaðarins stóð ekki undir sér vegna COVID 19.
Tilkynningin í heild sinni:
„Kæru viðskiptavinir.
Það er með sorg í hjarta sem við tilkynnum það að Eyrin Restaurant hefur verið lokað. Eftir frábærar viðtökur Akureyringa og annarra gesta frá því að við opnuðum haustið 2019 vorum við spennt fyrir því að bjóða upp á dýrindis veitingar við notalegt andrúmsloft í Menningarhúsinu Hofi til framtíðar.
Hinsvegar eftir gríðarlegar áskoranir í kjölfar Covid-19 sem við reyndum að aðlagast eftir fremsta megni með dyggri aðstoð gesta okkar er það orðið ljóst að rekstur Eyrin Restaurant stendur ekki undir sér. Eyrin Restaurant var rekinn af okkur hjónunum Guðmundi og Aðalheiði og voru flutningar norður yfir heiðar með börnum okkar fimm fyrirhugaðir og að allir myndu leggja árar í bát við að skapa framúrskarandi veitingastað á Akureyri. Eftir mikla íhugun höfum við því miður sætt okkur við að vegna áhrifa Covid-19 mun sá draumur ekki verða að veruleika.
Við viljum þakka ótrúlega góðar viðtökur og viðskipti við okkur, það hefur verið okkur ómæld ánægja að taka á móti ykkur síðastliðna 14 mánuði.
Guðmundur og Aðalheiður, Eyrin Restaurant“
Myndir: facebook / Eyrin veitingastaður

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Konudagstilboð