Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Veitingastaður sakar matreiðslumann um að stela viðskiptaleyndarmáli og vill fá tæpar 4 milljónir í skaðabætur

Birting:

þann

Amber_DharaVeitingastaðurinn Rasika í Washington DC hefur kært Manish Tyagi fyrrverandi matreiðslumann staðarins og sakar hann um að nýta nafnið Rasika, viðskiptaleyndarmál og er þá átt við uppskriftir í eigin ávinning og vill fá tæpar 4 milljónir í skaðabætur.

Forsenda málsins er að veitingastaðurinn Rasika, sem hefur fengið mikið lof í fjölmiðlum og sagt meðal annars að hann sé besti Indverski staðurinn í Washington, borguðu ýmis gjöld fyrir Manish, húsnæði og aðstoðu hann við dvalar- og atvinnuleyfi og fleira gegn því að gera þriggja ára starfsamning við Manish, en hann hætti áður en samningstímanum lauk.

Eigendur Rasika segja að Manish hafi farið í tveggja vikna frí í mars s.l. og ekki komið aftur í vinnu og hafi þar með brotið samninginn, en Manish hóf störf á öðrum Indverskum veitingastað sem heitir Amber Dhara og verður með svipaða heildarhugmynd líkt og Rasika er frægt fyrir, að því er fram kemur á vef Inside Scoop.

Mynd: af heimasíðu Amber Dhara

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið