Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaður og kaffitería Perlunnar hættir starfsemi um áramótin | Kaffitár kemur í staðinn
Veitingastaður og kaffitería Perlunnar munu hætta starfsemi um áramótin og mun Kaffitár koma í staðinn, en þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.
Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, segir í samtali við mbl.is að á nýja staðnum verði bæði hægt að fá úrvals kaffi og veitingar framleiddar af Kruðeríi Kaffitárs. Nánari umfjöllun er hægt að lesa með því að smella hér.
Vegleg sýning á náttúru Íslands í Perlunni
Breytingarnar tengjast fyrirhugaðri náttúrusýningu í Perlunni en fyrsti áfangi hennar opnar á vormánuðum næsta árs.
Í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar segir að Vegleg sýning á náttúru Íslands verður sett upp í Perlunni í Öskjuhlíð en fyrirtækið Perla norðursins hefur lagt fram ítarlegar og vel útfærðar hugmyndir um slíka sýningu í húsinu.
Það var í mars s.l. sem að Borgarráð lét skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg að ganga til samninga við Perlu norðursins ehf um leigu á Perlunni. Auglýst var eftir áhugasömum aðilum um rekstur á náttúrusýningu í Perlunni og var tilboð Perlu norðursins það eina sem barst en skilafrestur rann út 22. febrúar sl.
Dómnefnd, sem skipuð var til að meta umsóknirnar, taldi umsóknina uppfylla öll skilyrði sem sett voru fram. Dómnefndin tók fram að í viðræðunum verði sérstaklega hugað að fræðsluhlutverki sýningarinnar og tengslum við skóla og sér í lagi heimsóknum frá skólum Reykjavíkurborgar. Einnig að skoðuð verði möguleg aðkoma borgarinnar í gegnum Menningarkortið (Reykjavik City Card) og að tryggt verði að staðið verði við metnaðarfull áform um náttúrusýningu sem byggir á nýjustu og bestu þekkingu á sviði náttúrufræða og styrk tengsl við fræðaheiminn.
Allt frá því að Reykjavíkurborg keypti Perluna af Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið unnið að því að finna húsinu verðugt hlutverk með það að leiðarljósi að Perlan verði áfram aðgengileg almenningi og hluti af Öskjuhlíðinni. M.a. var skrifað undir leigusamning við ríkið um að koma upp sýningu á náttúru Íslands í húsinu. Sá leigusamningur fékk hins vegar ekki formlega staðfestingu. Eftir að sýnt þótti að ríkið mundi ekki taka þátt í sýningu á náttúru Íslands í Perlunni var ákveðið að auglýsa húsið til leigu.
Perla norðursins ehf. var stofnað á árinu 2015. Markmið félagsins er að setja upp metnaðarfulla náttúrusýningu í Perlunni fyrir Íslendinga og ferðamenn. Áætlað er að stofnkostnaður sýningarinnar verði um 1.550 milljónir kr. án vsk. Hluthafar í Perlu norðursins ehf. eru Landsbréf/ITF1, Perluvinir ehf. og Saltland ehf & Lappland ehf.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin