Frétt
Veitingastaðir Magga meistara til sölu
Eins og kunnugt er þá lést matreiðslumeistarinn og gleðigjafinn Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Maggi meistari, í nóvember s.l. aðeins 59 ára gamall.
Af þeim ástæðum eru til sölu veitingastaðirnir Sjávarbarinn, Grandagarði 9 og Matarbarinn, Laugavegi 178.
Til greina kemur að selja staðina saman eða sem sjálfstæðar einingar.
Sjávarbarinn sérhæfir sig í fersku sjávarfangi og er með langa rekstrarsögu. Staðurinn er þekkt vörumerki, hefur einkunnina 4.5 á Trip advisor, með mörg mjög góð „review“ og með Certificate of Excellence 2017 – 2019.
Matarbarinn sérhæfir sig í heimilismat en hefur verið stuttan tíma í rekstri. Staðurinn hefur einkunninna 5.0 á Tripadvisor.
Báðir staðirnir eru mjög vel búnir tækjum, með tilbúnar vefsíður og góðan sýnileika á samfélagsmiðlum.
Einnig er möguleiki að leigja staðina með forkaupsrétti.
Áhugasamir snúi sér til Jóns Egilssonar hjá JA lögmannsstofu. Hægt er að hafa samband við hann í með því að senda póst á netfangið jon@jalogmenn.is eða í síma 568-373.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars