Frétt
Veitingastaðir Magga meistara til sölu
Eins og kunnugt er þá lést matreiðslumeistarinn og gleðigjafinn Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Maggi meistari, í nóvember s.l. aðeins 59 ára gamall.
Af þeim ástæðum eru til sölu veitingastaðirnir Sjávarbarinn, Grandagarði 9 og Matarbarinn, Laugavegi 178.
Til greina kemur að selja staðina saman eða sem sjálfstæðar einingar.
Sjávarbarinn sérhæfir sig í fersku sjávarfangi og er með langa rekstrarsögu. Staðurinn er þekkt vörumerki, hefur einkunnina 4.5 á Trip advisor, með mörg mjög góð „review“ og með Certificate of Excellence 2017 – 2019.
Matarbarinn sérhæfir sig í heimilismat en hefur verið stuttan tíma í rekstri. Staðurinn hefur einkunninna 5.0 á Tripadvisor.
Báðir staðirnir eru mjög vel búnir tækjum, með tilbúnar vefsíður og góðan sýnileika á samfélagsmiðlum.
Einnig er möguleiki að leigja staðina með forkaupsrétti.
Áhugasamir snúi sér til Jóns Egilssonar hjá JA lögmannsstofu. Hægt er að hafa samband við hann í með því að senda póst á netfangið [email protected] eða í síma 568-373.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Keppni2 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Edda Heildverslun – Stóreldhús 2024