Frétt
Veitingastaðir Magga meistara til sölu
Eins og kunnugt er þá lést matreiðslumeistarinn og gleðigjafinn Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Maggi meistari, í nóvember s.l. aðeins 59 ára gamall.
Af þeim ástæðum eru til sölu veitingastaðirnir Sjávarbarinn, Grandagarði 9 og Matarbarinn, Laugavegi 178.
Til greina kemur að selja staðina saman eða sem sjálfstæðar einingar.
Sjávarbarinn sérhæfir sig í fersku sjávarfangi og er með langa rekstrarsögu. Staðurinn er þekkt vörumerki, hefur einkunnina 4.5 á Trip advisor, með mörg mjög góð „review“ og með Certificate of Excellence 2017 – 2019.
Matarbarinn sérhæfir sig í heimilismat en hefur verið stuttan tíma í rekstri. Staðurinn hefur einkunninna 5.0 á Tripadvisor.
Báðir staðirnir eru mjög vel búnir tækjum, með tilbúnar vefsíður og góðan sýnileika á samfélagsmiðlum.
Einnig er möguleiki að leigja staðina með forkaupsrétti.
Áhugasamir snúi sér til Jóns Egilssonar hjá JA lögmannsstofu. Hægt er að hafa samband við hann í með því að senda póst á netfangið [email protected] eða í síma 568-373.

-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?
-
Frétt2 dagar síðan
Matvælastofnun varar við E. coli í innfluttum frönskum osti