Frétt
Veitingastaðir Magga meistara til sölu
Eins og kunnugt er þá lést matreiðslumeistarinn og gleðigjafinn Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Maggi meistari, í nóvember s.l. aðeins 59 ára gamall.
Af þeim ástæðum eru til sölu veitingastaðirnir Sjávarbarinn, Grandagarði 9 og Matarbarinn, Laugavegi 178.
Til greina kemur að selja staðina saman eða sem sjálfstæðar einingar.
Sjávarbarinn sérhæfir sig í fersku sjávarfangi og er með langa rekstrarsögu. Staðurinn er þekkt vörumerki, hefur einkunnina 4.5 á Trip advisor, með mörg mjög góð „review“ og með Certificate of Excellence 2017 – 2019.
Matarbarinn sérhæfir sig í heimilismat en hefur verið stuttan tíma í rekstri. Staðurinn hefur einkunninna 5.0 á Tripadvisor.
Báðir staðirnir eru mjög vel búnir tækjum, með tilbúnar vefsíður og góðan sýnileika á samfélagsmiðlum.
Einnig er möguleiki að leigja staðina með forkaupsrétti.
Áhugasamir snúi sér til Jóns Egilssonar hjá JA lögmannsstofu. Hægt er að hafa samband við hann í með því að senda póst á netfangið [email protected] eða í síma 568-373.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s