Frétt
Veitingastaðir eiga að loka dyrum sínum klukkan tíu
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir skýrt að veitingastaðir eigi að loka dyrum sínum klukkan tíu og fólk eigi að vera farið út á þeim tíma. Þá segir hann það ekki sannleikanum samkvæmt að lögreglan hafi beitt hótunum í garð veitingahúsaeigenda.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í upphafi viku gætir óánægju meðal rekstraraðila veitingastaða í miðborginni vegna mismunandi skilnings á því hversu lengi veitingastöðum sé heimilt að hafa opið. Lögreglan telur að loka eigi stöðum klukkan tíu að kvöldi og gestir eigi að vera farnir þaðan á þeim tíma. Einhverjir veitingahúsaeigendur telja þó að fólk hafi klukkustund eftir klukkan tíu til þess að klára veitingar og koma sér út.
„Við leituðum eftir skýringum frá heilbrigðisráðuneytinu þegar þessi umræða kom upp og fengum þær skýringar að staðirnir eigi að loka og fólk eigi að vera farið út á þeim tíma sem tekinn er fram í reglugerðinni,“
segir Víðir í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: logreglan.is

-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati