Frétt
Veitingamenn óánægðir vegna framtíðarsýnar sóttvarnarnalæknis
Stjórn Samtaka Fyrirtækja í Veitingarekstri (SVEIT) hefur sent frá sér tilkynningu og lýsir yfir áhyggjum af framtíðarsýn Sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til að veitingastaðir, krár og skemmtistaðir loki klukkan 23:00 öll kvöld vikunnar næstu misseri.
Þessi framtíðarsýn er eins og blaut tuska framan í stóran hluta veitingamarkaðarins sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að veiran kom fyrst til landsins, að því er fram kemur í tilkynningu.
Krár og skemmtistaðir hafa þurft að lúta ströngustu sóttvarnarreglum með tilliti til opnunartíma, gestafjölda, skráningu gesta og grímuskyldu. Á þeim tíma hafa ekki verið færð fyrir því nein rök að fleiri smit hafi komið upp hjá fyrirtækjum á veitingamarkaði en hjá öðrum hópum í samfélaginu.
Þá lýsa samtökin yfir áhyggjum af því að skemmtunin færist einfaldlega annað en ljóst er að fólk mun ekki hætta að hittast og skemmta sér sér heldur færa sig í heimahús eða annað húsnæði þar sem ekkert eftirlit er. Þar mun myndast svipuð eða meiri hætta á hópsmiti og nú þegar er fyrir hendi á veitinga- og skemmtistöðum.
Í greininni starfa um 10.000 manns — að stórum hluta til ungt fólk sem mun missa vinnu við slíkar aðgerðir. Auk þess gerir ófyrirsjáanleikinn , sem blasir við greininni, henni ókleift að fara inni í veturinn.
Það er algerlega órökstutt hvers vegna þörf sé á svo hörðum aðgerðum sem beinast að veitingamarkaðnum þegar hundruð manna hópast á aðra staði, t.d. á alþjóðaflugvöllinn í Keflavík, á sundstaði, í líkamsræktarstöðvar, verslanamiðstöðvar og á íþróttaleiki.
SVEIT skorar því á sóttvarnalækni að veita haldbær rök, studd gögnum og tölulegum upplýsingum, um nauðsyn þess að skerða afgreiðslutíma veitinga- og skemmtistaða svo verulega með tilheyrandi tjóni fyrir greinina.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum