Frétt
Veitingamenn óánægðir vegna framtíðarsýnar sóttvarnarnalæknis
Stjórn Samtaka Fyrirtækja í Veitingarekstri (SVEIT) hefur sent frá sér tilkynningu og lýsir yfir áhyggjum af framtíðarsýn Sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til að veitingastaðir, krár og skemmtistaðir loki klukkan 23:00 öll kvöld vikunnar næstu misseri.
Þessi framtíðarsýn er eins og blaut tuska framan í stóran hluta veitingamarkaðarins sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að veiran kom fyrst til landsins, að því er fram kemur í tilkynningu.
Krár og skemmtistaðir hafa þurft að lúta ströngustu sóttvarnarreglum með tilliti til opnunartíma, gestafjölda, skráningu gesta og grímuskyldu. Á þeim tíma hafa ekki verið færð fyrir því nein rök að fleiri smit hafi komið upp hjá fyrirtækjum á veitingamarkaði en hjá öðrum hópum í samfélaginu.
Þá lýsa samtökin yfir áhyggjum af því að skemmtunin færist einfaldlega annað en ljóst er að fólk mun ekki hætta að hittast og skemmta sér sér heldur færa sig í heimahús eða annað húsnæði þar sem ekkert eftirlit er. Þar mun myndast svipuð eða meiri hætta á hópsmiti og nú þegar er fyrir hendi á veitinga- og skemmtistöðum.
Í greininni starfa um 10.000 manns — að stórum hluta til ungt fólk sem mun missa vinnu við slíkar aðgerðir. Auk þess gerir ófyrirsjáanleikinn , sem blasir við greininni, henni ókleift að fara inni í veturinn.
Það er algerlega órökstutt hvers vegna þörf sé á svo hörðum aðgerðum sem beinast að veitingamarkaðnum þegar hundruð manna hópast á aðra staði, t.d. á alþjóðaflugvöllinn í Keflavík, á sundstaði, í líkamsræktarstöðvar, verslanamiðstöðvar og á íþróttaleiki.
SVEIT skorar því á sóttvarnalækni að veita haldbær rök, studd gögnum og tölulegum upplýsingum, um nauðsyn þess að skerða afgreiðslutíma veitinga- og skemmtistaða svo verulega með tilheyrandi tjóni fyrir greinina.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






