Starfsmannavelta
Veitingahúsakeðjan Jamie‘s Italian gjaldþrota
Í rúmlega eitt ár hefur hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie´s Italian sem er í eigu stjörnukokksins Jamie Oliver átt í miklum vandræðum.
Fyrir ári síðan þá skuldaði fyrirtækið 71.5 milljón punda og þar af 2.2 milljón punda í laun og önnur launatengt gjöld til starfsfólksins og ljóst var að það stefndi í gjaldþrot.
Sjá einnig: Erfiðleikar hjá Jamie Oliver’s Italian – Fyrirtækið skuldar milljarða
Agnar Fjeldsted, einn af eigendum staðarins í Pósthússtræti, segir í samtali við mbl.is að staðurinn verði áfram rekinn með hefðbundnu sniði. Agnar keypti veitingastaðinn á Íslandi í apríl s.l. ásamt þeim Tómasi Kristjánssyni, Sigrúnu Guðmundsdóttur, Inga Þór Ingólfssyni og Sigtryggi Gunnarssyni.
Áður höfðu eigendur veitingastaðanna Burro, Pablo discobar og Miami átt staðinn í rúmlega hálft ár, en það eru Gunnsteinn Helgi Maríusson og Róbert Óskar Sigurvaldason.
Sjá einnig: Pablo strákarnir Gunnsteinn og Róbert taka við rekstri Jamie’s
Jamie Oliver biðlaði á sínum tíma til eigendur á húsnæðum sem að veitingastaðirnir hans eru í að lækka leiguna, sem hefur greinilega ekki bjargað fyrirtækinu sem er nú gjaldþrota.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar22 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






