Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingahús ársins á Norðurlöndunum er Geranium
Nordic Prize í ár fékk Geranium í Danmörku. Eigandi og matreiðslumeistari Geranium er stjörnukokkurinn Rasmus Kofoed, en hann hefur m.a. keppt fjórum sinnum í Bocuse d’Or, fyrst árið 2005 og þar fékk hann brons, árið 2007 fékk hann silfur, keppti í undankeppni Bocuse d’Or árið 2010 og vann þar til gullverðlauna og náði svo toppnum árið 2011 og fékk gullstyttuna frægu.
Geranium hefur 2 Michelin stjörnur og er númer 45 á San Pellegrino listanum yfir 50 bestu veitingahús í heimi.
Verðlaunin voru afhent við hátíðarkvöldverði í Munkebo Kro í Odinsvé í gær, en viðstaddir voru fulltrúar veitingastaða, fréttamenn og fulltrúar dómnefnda á Norðurlöndunum.
Þau veitingahús sem kepptu um Nordic Prize í ár voru:
- Ylajali, Oslo
- Olo, Helsinki
- Geranium, København
- Dill, Reykjavík
- Daniel Berlin, Tranås
Þeir sem hafa fengið Nordic Prize áður:
- 2012: Maaemo, Esben Holmboe
- 2011: Henne Kirkeby Kro, Allan Poulsen
- 2010: Matsalen, Mathias Dahlgren
- 2009: noma, René Redzepi
Nánari upplýsingar er hægt að lesa á heimasíðu thenordicprize.com
Mynd: thenordicprize.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann