Vertu memm

Freisting

Veitingahjónunum Hafsteini og Guðrúnu vegnar vel í Noregi

Birting:

þann


Hafsteinn og Guðrún

Fyrir um 10 árum fóru þau hjónin Hafsteinn Sigurðsson og Guðrún Rúnarsdóttir til Noregs. Þau byrjuðu að vinna á Bolkesjø Hotel fyrstu 3 árin og fluttu þau síðan í næsta bæ Kongsberg, Hafsteinn fór að vinna á Quality Hotel Grand og Guðrún fór að vinna á Gamlegrendåsen Barnehage.

Það var síðan árið 2004, sem þau ákváðu að stofnsetja litla veisluþjónustu “Det lille Extra”, sem er nú eitt af virtustu veisluþjónustum í héraðinu Buskerud í Noregi.

Nú á dögunum gerðu Íslensku veitingahjónin samning við eitt af þeim stærstu verslunarkeðjum í Noregi sem ber nafnið Meny(www.meny.no), sem á og rekur yfir 130 matvörubúðir í Noregi, en þau Hafsteinn og Guðrún framleiða sína vörur, dressingar, brauð, smárétti omfl. fyrir Meny. 

Aðspurður um hvernig þetta stóð til, „þetta byrjaði raun og veru eftir að heimsóknirnar byrjuðu að fjölga hjá gestunum í sjálft veislueldhúsið um að fá kaupa ýmsar vörur úr framreiðslunni okkar.  Einn góðan veðurdag, þá settumst við niður og tókum allt saman hvað gestir hafa verið að biðja okkur um og með það fórum við á fund til Meny.  Það hvarflaði ekki að mér hvað langt ferli það er að koma sínum vörum í búðirnar, en það er búið að taka um eitt ár, mikill lærdómur, hörkuvinna og ekki bara sigurganga“, sagði Hafsteinn og bætti við, „það var nú auðveldara að steikja hamborgara á Svörtu Pönnunni í gamla daga“ og hló, en fréttamaður og Hafsteinn unnu lengi vel á Svörtu Pönnunni niðrí miðbæ, þegar það var upp á sitt besta.

Framreiðslan gengur vel og viðskiptavinir og yfirmenn Meny keðjunni eru hæstánægð með nýju vörurnar frá Det lille Extra, sem eru að sjálfsögðu gerðar með íslensku handbragði.

Einnig bendum við á eftirfarandi auglýsingu úr smáauglýsingahorni Freisting.is:

Sous Chef óskast
Óska eftir að ráða dugnaðarfork hingað til Noregs, ef þér langar að breyta til þá endilega að hafa samband. Við erum með spennandi hluti í gangi.  Við erum í Kongsberg flottur fölskyldubær, sem er stutt frá Oslo. Kíkið inn á heimasíðuna hjá okkur! Kveðja frá Norge www.detlilleextra.no

Nafn: Hafsteinn Sigurðsson
Sími: 0047 32 72 32 90
GSM: 0047 901 25 323
Netfang: [email protected]

Myndir: úr fjölmiðli í Buskerud í Noregi | Texti Smári V. Sæbjörnsson

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið