Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veislumatur landnámsaldar vann til verðlauna á Gourmand Awards – sigraði í flokki norrænnar matargerðar

Birting:

þann

Veislumatur landnámsaldar vann til verðlauna á Gourmand Awards - sigraði í flokki norrænnar matargerðar

Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari, Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur og Karl Peterson ljósmyndari

Á dögunum voru hin árlegu Gourmand verðlaun afhent í Estoril í Portúgal eru, og er þetta þrítugusta árið sem matreiðslubækur heimsins eru verðlaunaðar.

Bókin Veislumatur landnámsaldar gerði sér lítið fyrir og vann fyrstu verðlaun í flokki Norrænnar matargerðar.

Höfundar bókarinnar eru þeir Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur, Karl Peterson ljósmyndari og Úlfar Finnbjörnsson, hinn þekkti matreiðslumeistari, og voru þeir með bókina í vinnslu í heil fimm ár.

Sjá einnig: Ný bók eftir Kristbjörn Helga, Karl Petersson og Úlfar Finnbjörns – Veislumatur að hætti landnámsmanna

Í bókinni, sem heitir Feast of the Vikings á ensku, rannsakar Kristbjörn Helgi gaumgæfilega þær heimildir sem Íslendingasögurnar og fornleifafræðin segir okkur um matarvenjur á víkingaöld, þar sem hann skoðaði meðal annars allar tilvísanir í mat í Íslendingasögunum og hvað uppgreftir á ruslahaugum víkingatímans á Norðurlöndunum segja okkur um matarvenjur þess tíma.

Úlfar fékk svo niðurstöður Kristbjörns í hendurnar og setur fram tilgátuuppskriftir þar sem hann notar einungis hráefni þess tíma.

Veislumatur landnámsaldar vann til verðlauna á Gourmand Awards - sigraði í flokki norrænnar matargerðar

Umsögn dómnefndar:

„Þakka ykkur fyrir, Kristbjörn Helgi Björnsson, Úlfar Finnbjörnsson og Karl Petersson, fyrir að gæða víkingaöldina lífi í Veislumatur landnámsaldar – bókin er heillandi blanda af sögu, frumlegum uppskriftum og glæsilegri framsetningu.

Ítarlegar rannsóknir Kristbjörns, djörf nálgun á matreiðslu og einstaklega fallegar myndir gera bókina bæði upplýsandi og girnilega.

Ógleymanlegt ferðalag aftur í tímann, til íslenska eldhússins fyrr á tímum!“

Arndís Lilja Guðmundsdóttir sá um útlit bókarinnar og Ingunn Snædal þýddi textann yfir á ensku. Drápa gaf bókina út í nóvember 2023.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið