Viðtöl, örfréttir & frumraun
Veislumatur landnámsaldar vann til verðlauna á Gourmand Awards – sigraði í flokki norrænnar matargerðar

Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari, Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur og Karl Peterson ljósmyndari
Á dögunum voru hin árlegu Gourmand verðlaun afhent í Estoril í Portúgal eru, og er þetta þrítugusta árið sem matreiðslubækur heimsins eru verðlaunaðar.
Bókin Veislumatur landnámsaldar gerði sér lítið fyrir og vann fyrstu verðlaun í flokki Norrænnar matargerðar.
Höfundar bókarinnar eru þeir Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur, Karl Peterson ljósmyndari og Úlfar Finnbjörnsson, hinn þekkti matreiðslumeistari, og voru þeir með bókina í vinnslu í heil fimm ár.
Sjá einnig: Ný bók eftir Kristbjörn Helga, Karl Petersson og Úlfar Finnbjörns – Veislumatur að hætti landnámsmanna
Í bókinni, sem heitir Feast of the Vikings á ensku, rannsakar Kristbjörn Helgi gaumgæfilega þær heimildir sem Íslendingasögurnar og fornleifafræðin segir okkur um matarvenjur á víkingaöld, þar sem hann skoðaði meðal annars allar tilvísanir í mat í Íslendingasögunum og hvað uppgreftir á ruslahaugum víkingatímans á Norðurlöndunum segja okkur um matarvenjur þess tíma.
Úlfar fékk svo niðurstöður Kristbjörns í hendurnar og setur fram tilgátuuppskriftir þar sem hann notar einungis hráefni þess tíma.
Umsögn dómnefndar:
„Þakka ykkur fyrir, Kristbjörn Helgi Björnsson, Úlfar Finnbjörnsson og Karl Petersson, fyrir að gæða víkingaöldina lífi í Veislumatur landnámsaldar – bókin er heillandi blanda af sögu, frumlegum uppskriftum og glæsilegri framsetningu.
Ítarlegar rannsóknir Kristbjörns, djörf nálgun á matreiðslu og einstaklega fallegar myndir gera bókina bæði upplýsandi og girnilega.
Ógleymanlegt ferðalag aftur í tímann, til íslenska eldhússins fyrr á tímum!“
Arndís Lilja Guðmundsdóttir sá um útlit bókarinnar og Ingunn Snædal þýddi textann yfir á ensku. Drápa gaf bókina út í nóvember 2023.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






