Freisting
Veisla í vegkantinum
Það er alltaf jafnmikil stemning í því að stoppa í vegasjoppu á för sinni um landið og sjá hvað er í boði. Jafnvel fá sér eina máltíð. Páll Ásgeir Ásgeirsson, ritstjóri Útiveru og höfundur leiðsagnabókarinnar 101 Ísland, segir að sjoppur úti á landi séu miklu skemmtilegri en sjoppur í Reykjavík.
DV gerði létta verðkönnun á nokkrum stöðum víðs vegar um landið og komst að því að verðið er mjög misjafnt frá einum stað til annars
Dýrasta hamborgaratilboð landsins er í Þrastarlundi samkvæmt verðkönnun sem DV gerði í nokkrum vegasjoppum víðs vegar um landið. Þar kostar tilboðið 1.350 krónur og er án goss. Ódýrasta tilboðið er á Hlíðarenda á Hvolsvelli en þar kostar það 870 krónur án sósu. Næstum 500 króna munur er á. Ekki er þó hægt að segja til um hvort og þá hversu mikill gæðamunurinn er á tilboðunum.
Hagstæðast er að fá sér hamborgaratilboð á Norður- og Austurlandi. Frá Húsafelli, um Vestfirði og að Staðarskála fara öll hamborgaratilboð yfir 1.000 krónur. Það er svo í N1 á Blönduósi, einni vinsælustu stoppistöð landsmanna, sem tilboðið fæst á 875 krónur. Frá Blönduósi, yfir á Austfirði og að Kirkjubæjaklaustri eru öll hamborgaratilboð undir 1.000 krónum en í Skaftaskála er tilboðið á 1.095 krónur. Í Víkurskála í Vík og Hlíðarenda á Hvolsvelli, þar sem jafnframt er ódýrasta kókflaskan, fer verðið aftur undir 1.000 krónur. Það er svo Þrastarlundur sem er dýrasta vegasjoppa landsins, þar kostar hamborgaratilboðið heilar 1.350 krónur.
Greint frá á DV.is
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu