Vertu memm

Freisting

Veisla í vegkantinum

Birting:

þann

Það er alltaf jafnmikil stemning í því að stoppa í vegasjoppu á för sinni um landið og sjá hvað er í boði. Jafnvel fá sér eina máltíð. Páll Ásgeir Ásgeirsson, ritstjóri Útiveru og höfundur leiðsagnabókarinnar 101 Ísland, segir að sjoppur úti á landi séu miklu skemmtilegri en sjoppur í Reykjavík.

DV gerði létta verðkönnun á nokkrum stöðum víðs vegar um landið og komst að því að verðið er mjög misjafnt frá einum stað til annars

Dýrasta hamborgaratilboð landsins er í Þrastarlundi samkvæmt verðkönnun sem DV gerði í nokkrum vegasjoppum víðs vegar um landið. Þar kostar tilboðið 1.350 krónur og er án goss. Ódýrasta tilboðið er á Hlíðarenda á Hvolsvelli en þar kostar það 870 krónur án sósu. Næstum 500 króna munur er á. Ekki er þó hægt að segja til um hvort og þá hversu mikill gæðamunurinn er á tilboðunum.

Hagstæðast er að fá sér hamborgaratilboð á Norður- og Austurlandi. Frá Húsafelli, um Vestfirði og að Staðarskála fara öll hamborgaratilboð yfir 1.000 krónur. Það er svo í N1 á Blönduósi, einni vinsælustu stoppistöð landsmanna, sem tilboðið fæst á 875 krónur. Frá Blönduósi, yfir á Austfirði og að Kirkjubæjaklaustri eru öll hamborgaratilboð undir 1.000 krónum en í Skaftaskála er tilboðið á 1.095 krónur. Í Víkurskála í Vík og Hlíðarenda á Hvolsvelli, þar sem jafnframt er ódýrasta kókflaskan, fer verðið aftur undir 1.000 krónur. Það er svo Þrastarlundur sem er dýrasta vegasjoppa landsins, þar kostar hamborgaratilboðið heilar 1.350 krónur.

Greint frá á DV.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið