Freisting
Veisla í vegkantinum

Það er alltaf jafnmikil stemning í því að stoppa í vegasjoppu á för sinni um landið og sjá hvað er í boði. Jafnvel fá sér eina máltíð. Páll Ásgeir Ásgeirsson, ritstjóri Útiveru og höfundur leiðsagnabókarinnar 101 Ísland, segir að sjoppur úti á landi séu miklu skemmtilegri en sjoppur í Reykjavík.
DV gerði létta verðkönnun á nokkrum stöðum víðs vegar um landið og komst að því að verðið er mjög misjafnt frá einum stað til annars
Dýrasta hamborgaratilboð landsins er í Þrastarlundi samkvæmt verðkönnun sem DV gerði í nokkrum vegasjoppum víðs vegar um landið. Þar kostar tilboðið 1.350 krónur og er án goss. Ódýrasta tilboðið er á Hlíðarenda á Hvolsvelli en þar kostar það 870 krónur án sósu. Næstum 500 króna munur er á. Ekki er þó hægt að segja til um hvort og þá hversu mikill gæðamunurinn er á tilboðunum.
Hagstæðast er að fá sér hamborgaratilboð á Norður- og Austurlandi. Frá Húsafelli, um Vestfirði og að Staðarskála fara öll hamborgaratilboð yfir 1.000 krónur. Það er svo í N1 á Blönduósi, einni vinsælustu stoppistöð landsmanna, sem tilboðið fæst á 875 krónur. Frá Blönduósi, yfir á Austfirði og að Kirkjubæjaklaustri eru öll hamborgaratilboð undir 1.000 krónum en í Skaftaskála er tilboðið á 1.095 krónur. Í Víkurskála í Vík og Hlíðarenda á Hvolsvelli, þar sem jafnframt er ódýrasta kókflaskan, fer verðið aftur undir 1.000 krónur. Það er svo Þrastarlundur sem er dýrasta vegasjoppa landsins, þar kostar hamborgaratilboðið heilar 1.350 krónur.
Greint frá á DV.is
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu





