Vertu memm

Frétt

Varað við svikamyllu

Birting:

þann

 

Neytendasamtökin varar við svikamyllu en nokkrir íslenskir neytendur hafi lent í óskemmtilegri reynslu þegar þeir hafa pantað hótelherbergi í gegnum tyrkneska fyrirtækið www.bookinhotels.com en þetta kemur meðal annars fram á vef samtakana Ns.is.

Fólk hefur pantað herbergi í gegnum þessa síðu og greitt fyrir með kreditkorti. Við komuna á hótelið finnst hins vegar engin bókun, og í kjölfarið þarf fólk að útvega sér aðra gistingu. Mjög erfitt virðist vera að kvarta við fyrirtækið og neytendur hafa ekki fengið endurgreitt. Í öðrum tilvikum hefur fólk, örfáum dögum fyrir áætlaða komu, fengið tölvupóst frá bookinhotels um að því miður hafi þurft að aflýsa bókuninni en endurgreiðsla muni berast innan skamms. Endurgreiðslan berst svo aldrei og kvartanir bera lítinn árangur.

Svo virðist því vera að um svikamyllu sé að ræða, en auk þess að tapa peningum verður fólk fyrir talsverðum töfum og vandræðum, og slíku vill enginn lenda í meðan verið er í fríi.

Það getur verið mjög þægilegt og hagkvæmt að panta vörur, flug, hótel og fleira í gegnum internetið. Hins vegar er það afar góð regla að ,,gúggla” netsíðu áður en viðskipti fara fram. Netverjar eru nefnilega duglegir að kvarta sé á þeim brotið og ef t.a.m. er leitað að skrifum um bookinhotels.com kemur í ljós að fjölmargir hafa tapað fé á viðskiptunum, sjá t.d. hér og hér. Neytendasamtökin vilja því vara við þessari síðu og hvetja neytendur til að sýna fulla varkárni í viðskiptum á netinu og leita sér upplýsinga. Vitaskuld eru flestar síður reknar af heiðarleika en svartir sauðir leynast inn á milli.

Fram kemur á vef Neytendasamtakana að minna á rétt fólks til að fara fram á endurgreiðslu ef greitt er með kreditkorti.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið