Frétt
Varað við neyslu á pekingöndum
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Pekingöndum vegna þess að salmonella greindist í vörunni. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Julius
- Vöruheiti: Heil önd (Pekingönd)
- Lotunúmer: 3482255
- Strikamerki: 5706911023637
- Nettómagn: 2,4 kg
- Geymsluskilyrði: Frystivara
- Framleiðandi: Geia Food A/S
- Framleiðsluland: Pólland (önd alin, slátrað og pakkað)
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.
- Dreifing: Verslanir Hagkaupa og Bónus um land allt.
Viðskiptavinum Bónus og Hagkaups sem keypt hafa vöruna er ráðið frá því að neyta hennar og er bent á að setja sig í samband við Aðföng. Fyrir hönd framleiðanda vörunnar biður Aðföng viðskiptavini Bónus og Hagkaups sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.
Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gm[at]adfong.is
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






