Uppskriftir
Vanillusoðnar Plómur með Vanillurjómaís
Fyrir 4
Hráefni
9 plómur vel stífar
½ bolli hrásykur
Börkur af appelsínu bara ysta lagið
Safi úr einni appelsínu
1 peli vatn
1 Vanillustöng
Ísinn
1 heilt egg
1 eggjarauða
50 gr flórsykur
1 peli rjómi
Vanilludropar
Aðferð
Byrjið á að laga ísinn, þeytið rjómann og setjið í kæli. Þeytið eggin og sykurinn saman þar til hægt er að snúa skálinni við og ekkert fellur úr.
Blandið massanum og rjómanum saman varlega bætið vanilludropum út í eftir smekk og hafið í huga þegar ísinn frýs þá dofnar bragðið, setið í form og frystið, þetta er best að gera daginn áður.
Takið níundu plómuna og smakkið, til að vita hvort hún er sæt eða súr því sykurmagnið ræðst af því.
Setjið í pott vatnið vanillustöngina sem hefur verið klofin í tvennt, sykurinn, appelsínusafann og börkinn og látið suðuna koma upp, skolið vel plómurnar og skerið í tvennt og fjærlægið steininn og setjið út í vökvann og sjóðið þar til plómurnar eru mjúkar.
Berið fram strax með ísnum.
Höfundur: Sverrir Halldórsson matreiðslumeistari

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“