Vín, drykkir og keppni
Vandaður þáttur um vinsælasta bandaríska viskí heims – Vídeó – National Geographic

Á hverju ári eru framleiddar um 120 milljón flöskur sem seldar eru út um allan heim.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
Það er eflaust erfitt að finna viskíaðdáanda sem þekkir ekki vel til Jack Daniel’s, en það er söluhæsta og vinsælasta bandaríska viskí heims. Það er bruggað í bænum Lynchburg í Tennessee fylki í Bandaríkjunum, en þar hafa heimkynni Jack Daniel’s verið frá stofnun þess árið 1875. Eru þar nú framleiddar um 120 milljón flöskur af ári sem seldar eru út um allan heim.
Við framleiðslu þessa rafgullna viskís er gríðarmikil áhersla lögð á fyrsta flokks hráefni og skilar það sér svo sannarlega í bragðinu, sem einkennist sérstaklega af brenndum sykurhlyn og hinum handgerðu eikartunnum sem viskíið er geymt í eftir bruggun.
Þökk sé þessu vandaða framleiðsluferli og hágæða hráefni trónir Jack Daniel’s á öllum helstu topplistum yfir vinsælustu og söluhæstu viskí heimsins – og þegar þú smakkar það munt þú skilja af hverju.
Stikla úr þættinum er í spilaranum hér fyrir neðan, en National Geographic þáttinn er hægt að horfa í heild sinni á Sky, Virgin Media, TalkTalk, og BT.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu





