Markaðurinn
Valrhona kynning á Akureyri
Ekran var með Valrhona kynningu á Akureyri fyrir stuttu og kom fólk víðs vegar að til að hlusta á fyrirlestur, fræðast um fyrirtækið, smökkuðu allskonar súkkulaði og gæddu sér á léttum veitingum.
Nýja línan frá Valrhona „Inspiration“ var kynnt ásamt ýmsum gerðum af grand cru súkkulaði. Sjá nánar hér.
Við þökkum þeim sem að komu og gerðu sér glaðan dag með okkur. Æðislega gaman að fá ykkur!
Uppskrift af Valrhona súkkulaðimús
Hér er uppskriftarmódelið af súkkulaðimúsinni sem strákarnir buðu uppá á Akureyri. Það er leikur einn að skella í músina, því inná vefsíðu Valrhona er reiknivél sem segir til um í hvaða
hlutföllum hvað þarf að vera í réttinum.
Hægt er að velja flestar tegundir af súkkulaði og reiknar reiknivélin magnið af súkkulaði, eftir því hvað á að gera mikið af hverri súkkulaðimús.
Smelltu hér til að sjá uppskrift og myndband af súkkulaðimúsinni. Á sömu síðu má sjá reiknivélina.
Ný lína frá Danpo – Farmer´s Chicken!
Farmer Chicken línan eru lausagöngu (e. Free Range) hænur sem eru fæddar og uppaldar á sama danska fjölskyldu búinu. Þær eru frjálsar í sínu náttúrulega umhverfi og eru ekki sprautaður með sýklalyfjum eða vaxtarhormónum sem gerir það að verkum að þær fái að vaxa eðlilega. Umhverfi þeirra og aðstæður eru til fyrirmyndar.
Free range úrbeinað lærkjöt er svo væntanlegt! Sjá nánar hér.
Skemmtileg febrúartilboð!
Hakkið okkar góða frá Danish Crown er á tilboði núna í febrúar ásamt margskonar kartöfluvörum svo fátt eitt sé nefnt.
Enn fleiri vörur munu detta á tilboð í febrúar – mælum með að fylgjast með!
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?